Græna ljósið sýnir „Le Passé“ eftir Asghar Farhadi

lepasseKvikmyndaunnendur eru hvattir til að láta nýjustu mynd leikstjórans Asghar Farhadi, Le Passé (Fortíðin) ekki framhjá sér fara. Myndin verður frumsýnd á föstudag í Háskólabíói á vegum Græna ljóssins og einnig á VOD. Hún var tilnefnd til Gullpálmans á Cannes í ár og aðalleikkona myndarinnar, Bérénice Bejo, var valin besta leikkonan á hátíðinni.

Le Passé segir af samskiptum hjóna, franskrar konu og íransks manns, sem hafa lifað aðskildu lífi. Þau hyggjast ganga frá skilnaði sínum og maðurinn heimsækir konuna til Parísar í því skyni. Konan hefur tekið upp samband við annan mann. Nýi maðurinn í lífi konunnar er Arabinn Samir, sem reynist eiga son og eiginkonu sem liggur í dauðadái.

Farhadi er án vafa einn merkasti leikstjóri samtímans. Skemmst er að minnast meistaraverksins A Separation sem hlaut Óskarsverðlaunin sem besta erlenda myndin í fyrra. Einnig skal bent á myndina About Elly sem Farhadi gerði þar á undan, hún er ekki síðri.

Sjá nánar hér: Nýtt frá Senu | Sena.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR