Heim Fréttir Græna ljósið sýnir "Le Passé" eftir Asghar Farhadi

Græna ljósið sýnir „Le Passé“ eftir Asghar Farhadi

-

lepasseKvikmyndaunnendur eru hvattir til að láta nýjustu mynd leikstjórans Asghar Farhadi, Le Passé (Fortíðin) ekki framhjá sér fara. Myndin verður frumsýnd á föstudag í Háskólabíói á vegum Græna ljóssins og einnig á VOD. Hún var tilnefnd til Gullpálmans á Cannes í ár og aðalleikkona myndarinnar, Bérénice Bejo, var valin besta leikkonan á hátíðinni.

Le Passé segir af samskiptum hjóna, franskrar konu og íransks manns, sem hafa lifað aðskildu lífi. Þau hyggjast ganga frá skilnaði sínum og maðurinn heimsækir konuna til Parísar í því skyni. Konan hefur tekið upp samband við annan mann. Nýi maðurinn í lífi konunnar er Arabinn Samir, sem reynist eiga son og eiginkonu sem liggur í dauðadái.

Farhadi er án vafa einn merkasti leikstjóri samtímans. Skemmst er að minnast meistaraverksins A Separation sem hlaut Óskarsverðlaunin sem besta erlenda myndin í fyrra. Einnig skal bent á myndina About Elly sem Farhadi gerði þar á undan, hún er ekki síðri.

Sjá nánar hér: Nýtt frá Senu | Sena.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.