spot_img

Svarthöfði: Vonarstræti mannleg og ljúfsár

vonarstræti collageÞórarinn Þórarinsson hjá Svarthöfða fjallar um Vonarstræti og gefur henni fjórar stjörnur af fimm.

Þórarinn segir meðal annars í umsögn sinni:

Vegur persónanna er að vísu varðaður klisjum, frá upphafi til enda, og framvindan er nokkuð fyrirsjáanleg. Þetta þarf þó alls ekki að vera ókostur vegna þess að klisjur væru auðvitað ekki klisjur nema vegna þess að þær endurtaka sig í sífellu í lífinu og sjálfsagt lifum við öll í einhvers konar klisjum.

Klisjurnar eru líka frekar notalegar hérna vegna þess að öll þekkjum við þær þannig að í raun draga þær hvergi úr áhrifamætti sögunnar í Vonarstræti sem er mannleg og ljúfsár mynd um skin og skúrir í lífum þriggja manneskja sem allar eru komnar út af sporinu og takast við við innri djöfla og umhverfi sitt. Eitthvað sem flestir kannast líklega við hjá sjálfum sér.

Sjá nánar hér: Vonarstræti | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR