Heim Fréttir Kvikmynd um fyrsta kvenforseta heims í burðarliðnum

Kvikmynd um fyrsta kvenforseta heims í burðarliðnum

-

íslensku stelpurnar í Cannes 2014, frá vinstri:  Hlin Johannesdottir framleiðandi, Nina Dögg Filippusdóttir leikkona og handritshöfundur, Ása Baldursdóttir dagskrárstjóri Bíó Paradísar, Isold Uggadottir leikstjóri og handritshöfundur, Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri og handritshöfundur, Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar og Rakel Garðarsdóttir framleiðandi.
íslensku stelpurnar í Cannes 2014, frá vinstri: Hlín Jóhannesdottir framleiðandi, Nína Dögg Filippusdóttir leikkona og handritshöfundur, Ása Baldursdóttir dagskrárstjóri Bíó Paradísar, Ísold Uggadottir leikstjóri og handritshöfundur, Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri og handritshöfundur, Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar og Rakel Garðarsdóttir framleiðandi.

Framleiðandinn Rakel Garðarsdóttir (Vesturport), leikkonan og handritshöfundurinn Nína Dögg Filipusdóttir og leikstjórinn Ísold Uggadóttir sóttu kvikmyndahátíðina í Cannes á dögunum þar sem þær kynntu bíómyndarverkefni sitt um Vigdísi Finnbogadóttur og kjör hennar sem fyrsta kvenforseta heimsins.

Fréttatíminn segir frá:

„Útkoman er framar öllum vonum. Við sátum góða fundi sem allir enduðu á jákvæðum nótum. Við kynntumst mikið af skemmtilegu fólki, bæði íslensku og erlendu og náðum að dýfa tánum í heitan hvítan sand. Það má segja að sólin í Cannes hafi lýst upp framtíðarplön okkar.“

Sjá nánar hér: Kvikmynd um fyrsta kvenforseta heims – Fréttatíminn.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.