Kvikmynd um fyrsta kvenforseta heims í burðarliðnum

Framleiðandinn Rakel Garðarsdóttir (Vesturport), leikkonan og handritshöfundurinn Nína Dögg Filipusdóttir og leikstjórinn Ísold Uggadóttir sóttu kvikmyndahátíðina í Cannes á dögunum þar sem þær kynntu bíómyndarverkefni sitt um Vigdísi Finnbogadóttur og kjör hennar sem fyrsta kvenforseta heimsins.

Fréttatíminn segir frá:

„Útkoman er framar öllum vonum. Við sátum góða fundi sem allir enduðu á jákvæðum nótum. Við kynntumst mikið af skemmtilegu fólki, bæði íslensku og erlendu og náðum að dýfa tánum í heitan hvítan sand. Það má segja að sólin í Cannes hafi lýst upp framtíðarplön okkar.“

Sjá nánar hér: Kvikmynd um fyrsta kvenforseta heims – Fréttatíminn.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR