Kvikmynd um fyrsta kvenforseta heims í burðarliðnum

íslensku stelpurnar í Cannes 2014, frá vinstri:  Hlin Johannesdottir framleiðandi, Nina Dögg Filippusdóttir leikkona og handritshöfundur, Ása Baldursdóttir dagskrárstjóri Bíó Paradísar, Isold Uggadottir leikstjóri og handritshöfundur, Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri og handritshöfundur, Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar og Rakel Garðarsdóttir framleiðandi.

íslensku stelpurnar í Cannes 2014, frá vinstri: Hlín Jóhannesdottir framleiðandi, Nína Dögg Filippusdóttir leikkona og handritshöfundur, Ása Baldursdóttir dagskrárstjóri Bíó Paradísar, Ísold Uggadottir leikstjóri og handritshöfundur, Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri og handritshöfundur, Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar og Rakel Garðarsdóttir framleiðandi.

Framleiðandinn Rakel Garðarsdóttir (Vesturport), leikkonan og handritshöfundurinn Nína Dögg Filipusdóttir og leikstjórinn Ísold Uggadóttir sóttu kvikmyndahátíðina í Cannes á dögunum þar sem þær kynntu bíómyndarverkefni sitt um Vigdísi Finnbogadóttur og kjör hennar sem fyrsta kvenforseta heimsins.

Fréttatíminn segir frá:

„Útkoman er framar öllum vonum. Við sátum góða fundi sem allir enduðu á jákvæðum nótum. Við kynntumst mikið af skemmtilegu fólki, bæði íslensku og erlendu og náðum að dýfa tánum í heitan hvítan sand. Það má segja að sólin í Cannes hafi lýst upp framtíðarplön okkar.“

Sjá nánar hér: Kvikmynd um fyrsta kvenforseta heims – Fréttatíminn.

Athugasemdir

álit

Tengt efni