spot_img

Vesturport fær sérstakan styrk frá ríkisstjórninni vegna leikinnar þáttaraðar um Vigdísi Finnbogadóttur

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um að veita leikhópnum Vesturporti fimm milljóna króna styrk vegna framleiðslu á leikinni sjónvarpsþáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur.

Verkefnið hefur fengið vilyrði um framleiðslustyrk úr Kvikmyndasjóði uppá 70 milljónir króna. Fyrirhugað er að tökur hefjist í haust.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir ennfremur:

Þættirnir sem verða fjórir talsins munu fjalla um líf Vigdísar frá unglingsaldri og til þess heimsviðburðar þegar hún varð fyrst kvenna lýðræðislega kjörinn forseti. Nína Dögg Filippusdóttir mun fara með hlutverk Vigdísar í þáttunum en leikstjórar verða þau Björn Hlynur Haraldsson og Tinna Hrafnsdóttir.

Fyrirhugað er að þættirnir verði sýndir á RÚV og öðrum norrænum ríkissjónvarpsstöðvum.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR