"Vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið", segir Magnús Jochum Pálsson á Vísi um þáttaröðina Vigdísi.
Jóna Gréta Hilmarsdóttir fjallar um þáttaröðina Vigdísi í Morgunblaðinu. Hún segir Vesturport eiga mikið hrós skilið fyrir að miðla sögu Vigdísar, en of miklu sé reynt að koma fyrir á stuttum tíma, sem geri það að verkum að ekki sé alltaf hægt að fara í dýptina.
Brynja Hjálmsdóttir fjallar um þáttaröðina Vigdísi í Lestinni á Rás 1 og segir þetta stórmerkilega sögu sem gerð séu góð skil, en stígandinn sé stundum nokkuð ójafn.
Ágústa M. Ólafsdóttir og Björg Magnúsdóttir, handritshöfundar þáttaraðarinnar Vigdís, ræddu við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur í hlaðvarpsþættinum Vigdís á bak við tjöldin sem RÚV gerir í tengslum við sýningar á þáttunum.
Þáttaröðin Vigdís fer í loftið á RÚV á nýársdag, 1. janúar. Þættirnir eru úr smiðju Rakelar Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur sem framleiða fyrir Vesturport.
Þáttaröðin Vigdís í framleiðslu Vesturports og bíómyndin Ljósvíkingar frá Kvikmyndafélagi Íslands hlutu styrki úr Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum á dögunum.
Björn Hlynur Haraldsson og Tinna Hrafnsdóttir munu leikstýra þáttaröðinni Vigdís, sem segir söguna af því hvernig Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands. Nína Dögg Filippusdóttir mun fara með aðalhlutverkið.