Heim Bíó Paradís Evrópsk kvikmyndahátíð túrar um landið 2.-10. júní

Evrópsk kvikmyndahátíð túrar um landið 2.-10. júní

-

evrópsk-kvikmyndahátíð-um-landið-2014Í júnímánuði efna Evrópustofa og Bíó Paradís á ný til Evrópskrar kvikmyndahátíðar – en að þessu sinni verður farið hringinn í kringum landið dagana 2.- 10. júní. Enginn aðgangseyrir verður á hátíðina. Ólafsvík, Hólmavík, Súðavík, Blönduós, Húsavík, Vopnafjörður, Djúpavogur, Vík í Mýrdal og Flúðir verða heimsóttir og eru sýningartímar á þessum stöðum kl. 16.00, 18.00, 20.00.

Sýndar verða kvikmyndirnar Málmhaus, Antboy og The Broken Circle Breakdown.

Markmið hátíðarinnar er að kynna og breiða út evrópska menningu og kynna evrópskt samstarf á sviði kvikmyndagerðar. Hringferðin nýtur stuðnings Kvikmyndamiðstöðvar Íslands en Evrópulöndin eru stærstu samstarfsaðilar Íslands í kvikmyndagerð. Fjölmargar íslenskar kvikmyndir hafa notið ríkulegs stuðning frá MEDIA áætlun Evrópusambandsins. Frá því að Íslendingar hófu þátttöku í kvikmynda- og margmiðlunaráætlun ESB hafa íslensk kvikmyndafyrirtæki og íslenskar kvikmyndir fengið tæpan milljarð í víkjandi lánum og styrkjum, eða u.þ.b. 48 milljónir á ári í 21 ár.

Blaðamaður breska dagblaðsins The Guardian mun slást í för og fjalla um hátíðina og hvernig hún fellur í kramið hjá gestum hennar á landsbygðinni.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.