spot_img

Evrópsk kvikmyndahátíð túrar um landið 2.-10. júní

evrópsk-kvikmyndahátíð-um-landið-2014Í júnímánuði efna Evrópustofa og Bíó Paradís á ný til Evrópskrar kvikmyndahátíðar – en að þessu sinni verður farið hringinn í kringum landið dagana 2.- 10. júní. Enginn aðgangseyrir verður á hátíðina. Ólafsvík, Hólmavík, Súðavík, Blönduós, Húsavík, Vopnafjörður, Djúpavogur, Vík í Mýrdal og Flúðir verða heimsóttir og eru sýningartímar á þessum stöðum kl. 16.00, 18.00, 20.00.

Sýndar verða kvikmyndirnar Málmhaus, Antboy og The Broken Circle Breakdown.

Markmið hátíðarinnar er að kynna og breiða út evrópska menningu og kynna evrópskt samstarf á sviði kvikmyndagerðar. Hringferðin nýtur stuðnings Kvikmyndamiðstöðvar Íslands en Evrópulöndin eru stærstu samstarfsaðilar Íslands í kvikmyndagerð. Fjölmargar íslenskar kvikmyndir hafa notið ríkulegs stuðning frá MEDIA áætlun Evrópusambandsins. Frá því að Íslendingar hófu þátttöku í kvikmynda- og margmiðlunaráætlun ESB hafa íslensk kvikmyndafyrirtæki og íslenskar kvikmyndir fengið tæpan milljarð í víkjandi lánum og styrkjum, eða u.þ.b. 48 milljónir á ári í 21 ár.

Blaðamaður breska dagblaðsins The Guardian mun slást í för og fjalla um hátíðina og hvernig hún fellur í kramið hjá gestum hennar á landsbygðinni.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR