Heim Fréttir "Hjartasteinn" Guðmundar Arnars kynnt á Cannes

„Hjartasteinn“ Guðmundar Arnars kynnt á Cannes

-

Hjartasteinn-prufaFyrsta kvikmynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar í fullri lengd, Hjartasteinn, verður kynnt í  Cannes, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum verkefnum, þann 20. maí næstkomandi á vegum vinnustofu hátíðarinnar í París. Líkt og Klapptré sagði frá hér þá var Guðmundur valinn til þátttöku í Cannes Residence þetta árið og vinnur þar að þróun myndarinnar fram til júlí 2014. Áætlað er að Hjartasteinn fari í tökur 2015.

Hjartasteinn segir frá hinum þrettán ára Þór sem er að uppgötva kynhvötina og yfirstíga óttann gagnvart stelpum með aðstoð besta vinar síns Kristjáns, fjórtán ára. Á meðan er Kristján að uppgötva leyndarmál sem enginn strákur vill eiga í litlu sjávarþorpi.

Guðmundur Arnar, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, var einnig viðstaddur hátíðina í Cannes á síðasta ári þegar hann frumsýndi hina margverðlaunuðu stuttmynd Hvalfjörður sem vann til sérstakra dómnefndarverðlauna í aðalkeppni hátíðarinnar.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.