spot_img

Guðmundur Arnar þróar „Hjartastein“ á Cannes Residency

Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri.
Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri.

Guðmundur Arnar Guðmundsson hefur verið valinn til þátttöku á Cannes Residency þar sem hann mun þróa áfram nýjasta verkefni sitt og fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Hjartastein. Guðmundur Arnar, sem er leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, er einnig leikstjóri og handritshöfundur hinnar margverðlaunuðu stuttmyndar Hvalfjörður.

Hjartasteinn hefur hlotið vilyrði um framleiðslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands upp á 90 milljónir króna. Tökur eru fyrirhugaðar á næsta ári.

Myndin segir frá hinum þrettán ára Þór sem er að uppgötva kynhvötina og yfirstígur óttann við stelpur með aðstoð besta vinar síns, Kristjáns, sem er fjórtán ára. Á meðan er Kristján að uppgötva leyndarmál sem enginn strákur vill eiga í litlu sjávarþorpi.

Sjá nánar hjá Svarthöfða: Guðmundur Arnar fer með Hjartastein á Cannes Residency | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR