Nanna Kristín Magnúsdóttir fær Northern Lights verðlaunin í Berlín

Nanna Kristín Magnúsdóttir tekur á móti Northern Lights verðlaununum í Berlín í gær, 15. febrúar 2016.
Nanna Kristín Magnúsdóttir tekur á móti Northern Lights verðlaununum í Berlín í gær, 15. febrúar 2016.

Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona var valin úr hópi tíu norrænna leikara til að hljóta Northern Lights verðlaunin sem afhent voru á Berlínarhátíðinni í gær. Nanna Kristín fer með annað aðalhlutverkið í kvikmyndinni Reykjavík sem kemur í kvikmyndahús þann 11. mars næstkomandi.

Northern Lights Talents er verkefni sem ætlað er að kynna norrænt hæfileikafólk á sviði kvikmyndagerðar fyrir alþjóðlegum kvikmyndaheimi. Dómnefnd verðlaunanna er meðal annars skipuð kunnum leikaravalsstjórum (Casting Directors); Fransceco Vedovati (Forever Young, Grand Hotel, The Invisible Boy) og Nancy Bishop (Casino Royale, Bourne Identity, Avengers) auk verkefnastjóra Northern Lights Linda Steinhof.

Í umsögn dómnefndar segir meðal annars um Nönnu Kristínu að hún sé ekki aðeins frábær leikkona heldur einnig hæfileikaríkur handritshöfundur og framleiðandi.

Tilnefndir til verðlaunanna voru: Mette Lysdahl (Land of Mine, The Reunion – The Funeral), Johannes Lassen (Sommeren 92, 1864) og Laura Christensen (Mammon, Taxa) frá Danmörku; Ellen Dorrit Petersen (Dark Woods, Blind) og Amrita Acharia (I am Yours, Game of Thrones) frá Noregi; Malin Levanon (Drifters, Flocking) frá Svíþjóð; Kai Vaine (Nymphs, At Any Prize) frá Finnlandi; og Anita Briem (The Tudors, Journey to the Center of the Earth) og Tómas Lemarquis (3 Days to Kill, Snowpiercer) auk Nönnu Kristínar sem birtast mun bæði í kvikmyndunum Reykjavík og Hjartasteini á þessu ári.

Sjá nánar hér: Íslenskir listamenn sigursælir í Berlín | RÚV

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR