Svona sló “Hrútar” í gegn

Dreifingaraðilar kvikmyndarinnar Hrúta í Póllandi, Bretlandi, Þýskalandi og Noregi ræddu dreifingartaktík og uppskeru myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Haugasundi sem nú er nýlokið.

Aðdráttaraflið sem Ísland hefur, hipsterar í leit að rómantík sveitalífsins og hin fræga íslenska lopapeysa voru meðal þeirra þátta sem notaðir voru í kynningu myndarinnar í löndunum.

Hrútar seldist til yfir 40 landa og er því tvímælaust í hópi þeirra evrópsku kvikmynda sem hvað best hefur vegnað undanfarin misseri. Á vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins gera þessar dreifingaraðilar nánari grein fyrir máli sínu og greinina má lesa hér:

RAMS marketing presentation in four territories

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR