Tilnefningar til Óskarsins: „Hrútar“ áfram í hópi líklegra

oscarsScreen International fer yfir stöðuna í Óskarstilnefningaferlinu í flokki erlendra mynda og ræðir við Mark Johnson umsjónarmann flokksins hjá Bandarísku kvikmyndaakademíunni. Miðillinn telur Hrúta eiga góða möguleika á að hljóta tilnefningu.

81 land hefur lagt fram kvikmynd og um miðjan desember verður birtur níu mynda stuttlisti (shortlist) sem svo verður minnkaður niður í hinar fimm tilnefndu. Tilkynnt verður um endanlegar tilnefningar um miðjan janúar.

Breytingar á valferli

Eldra fólk, gjarnan eftirlaunaþegar með nægan tíma, voru uppistaðan í þeim hóp innan Akademíunnar sem tók þátt í valinu um bestu erlendu myndina. Þetta leiddi gjarnan til þess að framsæknari kvikmyndagerð og myndir sem höfðu vakið mikla athygli á hátíðum lágu í valnum fyrir sögulegum myndum eða sögum um „afa með barnabarninu“ eins og Johnson orðar það. En smám saman hefur valið breyst enda hefur Johnson tekið upp nýjar valreglur sem miða að því að vera meira í takt við það sem er að gerast.

Tilnefningaferlinu er skipt í tvö stig. Á fyrra stiginu kjósa um 400 Akademíumeðlimir. Hver og einn skuldbindur sig til að horfa á að minnsta kosti 16 myndir. Þeim er skipt í þrjá hópa og gefur hver meðlimur einkunn á bilinu 7-10. Sex efstu myndirnar fara áfram í næstu umferð.

Umsjónarnefndin sem Johnson stýrir velur síðan þrjár myndir í viðbót, myndir sem hóparnir hafa litið framhjá. Þannig verður stuttlisti níu mynda til.

Í annarri umferð horfa fjölmennar nefndir skipaðar leikurum, leikstjórum og tæknifólki í Los Angeles, New York og London á myndirnar níu og velja fimm af þeim. Í kjölfarið er öllum meðlimum Akademíunnar sendir DVD-diskar með myndunum fimm.

Screen International segir að þrátt fyrir að erfiðara sé en áður en skjóta á sigurvegarann hafi ákveðnar myndir tekið forystuna og nefnir þar Mustang frá Frakklandi, The Clan frá Argentínu, Hrúta frá Íslandi, A Pigeon Sat On A Branch Reflecting On Existence frá Svíþjóð, Theeb frá Jórdaníu, The Assassin frá Taiwan, The Second Mother frá Brasilíu, A War frá Danmörku og The Wave frá Noregi.

Í fróðlegu viðtali við Screen International ræðir Mark Johnson (sem meðal annars framleiddi Rain Man) um þær breytingar sem hann hefur gert á valferlinu. Hér er brot úr viðtalinu:

SI: Is the one film per nation rule still viable?

MJ: Since 1956, when the category was established, the award has gone to a country rather than the director or the producer, so we’re stuck with this system that’s a little antiquated. The concept a country wins an Oscar is a noble one, but it doesn’t really work. There’s virtually no movie out there now that isn’t made internationally.

For the longest time the producer picked up the Oscar and then we determined it should be the director who accepts, but the director’s name has not been on the Oscar until very recently. Florian Henckel von Donnersmarck pointed out that his Oscar [for Germany’s 2007 win The Lives Of Others] doesn’t have his name on it.

SI: Why is this category still relevant in a world of international co-production?

MJ: This category remains incredibly important in the world of cinema. It’s important for the film, for the filmmaker, for other national film-makers who end up taking a great deal of pride that a film by their countryman could be in the Oscars, which is still the gold standard. It gives them validation and, in many cases, [is important] in terms of governmental support of the arts.

SI: Even if the films don’t necessarily get a big box office boost in the US?

MJ: It’s so embarrassing. These are the best movies in the world and they’re lucky if they make $5m at the US box office.

Sjá hér: Oscars 2016: Best Foreign-Language Film submissions | Features | Screen

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR