HeimEfnisorðÓskarinn 2016

Óskarinn 2016

Jóhann Jóhannsson tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í „Sicario“

Jóhann Jóhannsson hlýtur tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina við kvikmynd Denis Villeneuve, Sicario. Þetta var tilkynnt í Los Angeles rétt í þessu ásamt öðrum tilnefningum.

„Hrútar“ ekki á stuttlista vegna Óskars

Bandaríska kvikmyndaakademían hefur opinberað níu mynda stuttlista yfir þær myndir sem gætu orðið tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Það eru óneitanlega vonbrigði að Hrúta sé ekki að finna á listanum, en fjölmargir fagmiðlar, þar á meðal þessi hér, töldu hana eiga góða möguleika á tilnefningu.

Tilnefningar til Óskarsins: „Hrútar“ áfram í hópi líklegra

Screen International fer yfir stöðuna í Óskarstilnefningaferlinu í flokki erlendra mynda og ræðir við Mark Johnson umsjónarmann flokksins hjá Bandarísku kvikmyndaakademíunni. Miðillinn telur Hrúta eiga góða möguleika á að hljóta tilnefningu.

Variety telur „Hrúta“ og „Everest“ eiga möguleika á Óskarstilnefningum

Variety birtir hugleiðingar um mögulegar Óskarstilnefningar og telur Hrúta Gríms Hákonarsonar meðal þeirra mynda sem hvað helst koma til greina sem besta myndin á erlendu tungumáli. Miðillinn telur Everest Baltasars Kormáks einnig eiga möguleika á tilnefningu í ýmsa flokka, þar á meðal bestu mynd og besta leikstjóra.

„Hrútar“ framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna

Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, völdu kvikmyndina Hrúta sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Myndin keppir því fyrir Íslands hönd um Óskarsverðlaunin fyrir bestu kvikmyndina á erlendu tungumáli.

The Guardian nefnir „Everest“ meðal 40 mynda sem líklegar eru til að fá Óskarstilnefningu

The Guardian birtir hugleiðingar um þær kvikmyndir sem þykja líklegar til að taka þátt í komandi Óskarsverðlaunum. Alls eru um 40 myndir nefndar til sögu og er farið yfir helstu möguleika hverrar myndar, þar á meðal hinnar væntanlegu myndar Baltasars Kormáks.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR