spot_img
HeimFréttir"Ártún", "Hvalfjörður" og "Hrútar" bæta við sig verðlaunum á síðustu vikum ársins

„Ártún“, „Hvalfjörður“ og „Hrútar“ bæta við sig verðlaunum á síðustu vikum ársins

-

Rammi úr Ártúni.
Rammi úr Ártúni.

Stuttmyndir Guðmundar Arnar Guðmundssonar, Ártún og Hvalfjörður, fengu nokkur verðlaun til viðbótar undir lok ársins og Hrútar Gríms Hákonarsonar pikkaði upp ein í viðbót.

Ártún var valin besta stuttmyndin fyrir ungt fólk á Ale Kino! hátíðinni í Pollandi sem lauk 6. desember. Hvalfjörður vann besta leikstjórann á Festival Internacional de Cine de Cartagena á Spáni (lauk 5. desember) og ennfremur aðalverðlaun dómnefndar (Grand Jury Prize) á 24fps International Short Film Festival sem fram fór í Texas í Bandaríkjunum í nóvember.

Alls er Ártún því komin með 5 verðlaun og Hvalfjörður 28.

Hrútar fengu aðalverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Alsír sem lauk 19. desember s.l. Myndin hefur því hlotið 22 alþjóðleg verðlaun á árinu.

Alls hafa íslenskar kvikmyndir þá unnið til 91 verðlauna á árinu, en þau voru 34 í fyrra. Nánar verður gerð grein fyrir þessu í sérstakri yfirlitsgrein á fyrstu dögum nýs árs.

(Uppfært 31. des.: Klausunni um verðlaun Hrúta bætt við eftir að þau tíðindi bárust Klapptré kvöldið áður).

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR