„Ártún“, „Hvalfjörður“ og „Hrútar“ bæta við sig verðlaunum á síðustu vikum ársins

Rammi úr Ártúni.
Rammi úr Ártúni.

Stuttmyndir Guðmundar Arnar Guðmundssonar, Ártún og Hvalfjörður, fengu nokkur verðlaun til viðbótar undir lok ársins og Hrútar Gríms Hákonarsonar pikkaði upp ein í viðbót.

Ártún var valin besta stuttmyndin fyrir ungt fólk á Ale Kino! hátíðinni í Pollandi sem lauk 6. desember. Hvalfjörður vann besta leikstjórann á Festival Internacional de Cine de Cartagena á Spáni (lauk 5. desember) og ennfremur aðalverðlaun dómnefndar (Grand Jury Prize) á 24fps International Short Film Festival sem fram fór í Texas í Bandaríkjunum í nóvember.

Alls er Ártún því komin með 5 verðlaun og Hvalfjörður 28.

Hrútar fengu aðalverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Alsír sem lauk 19. desember s.l. Myndin hefur því hlotið 22 alþjóðleg verðlaun á árinu.

Alls hafa íslenskar kvikmyndir þá unnið til 91 verðlauna á árinu, en þau voru 34 í fyrra. Nánar verður gerð grein fyrir þessu í sérstakri yfirlitsgrein á fyrstu dögum nýs árs.

(Uppfært 31. des.: Klausunni um verðlaun Hrúta bætt við eftir að þau tíðindi bárust Klapptré kvöldið áður).

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR