„Andið eðlilega“ verðlaunuð í Bandaríkjunum, valin á Karlovy Vary

Kristín Þóra Haraldsdóttir í Andið eðlilega.

Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur hlaut HBO áhorfendaverðlaunin fyrir bestu leiknu kvikmynd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Provincetown í Bandaríkjunum. Ísold var viðstödd hátíðina og veitti verðlaununum viðtöku.

Nýverið var myndin valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi, einni af fáum svokölluðum „A“ hátíðum í heiminum.

Andið eðlilega hefur nú unnið til þrennra alþjóðlegra verðlauna. Hún var heimsfrumsýnd á hinni virtu Sundance kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum, þar sem Ísold Uggadóttir var valin besti erlendi leikstjórinn. Skömmu síðar tók myndin þátt á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í Svíþjóð, þar sem myndin vann FIPRESCI verðlaun hátíðarinnar.

Sjá nánar hér: Andið eðlilega hlaut HBO áhorfendaverðlaun á Provincetown kvikmyndahátíðinni

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR