Heim Fréttir "Andið eðlilega" verðlaunuð í Bandaríkjunum, valin á Karlovy Vary

„Andið eðlilega“ verðlaunuð í Bandaríkjunum, valin á Karlovy Vary

-

Kristín Þóra Haraldsdóttir í Andið eðlilega.

Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur hlaut HBO áhorfendaverðlaunin fyrir bestu leiknu kvikmynd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Provincetown í Bandaríkjunum. Ísold var viðstödd hátíðina og veitti verðlaununum viðtöku.

Nýverið var myndin valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi, einni af fáum svokölluðum „A“ hátíðum í heiminum.

Andið eðlilega hefur nú unnið til þrennra alþjóðlegra verðlauna. Hún var heimsfrumsýnd á hinni virtu Sundance kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum, þar sem Ísold Uggadóttir var valin besti erlendi leikstjórinn. Skömmu síðar tók myndin þátt á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í Svíþjóð, þar sem myndin vann FIPRESCI verðlaun hátíðarinnar.

Sjá nánar hér: Andið eðlilega hlaut HBO áhorfendaverðlaun á Provincetown kvikmyndahátíðinni

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.