Kvikmyndahátíð í Reykjavík haldin 12.-21. september

Frá Evrópskri kvikmyndahátíð sem fram fór í Bíó Paradís s.l. haust
Frá Evrópskri kvikmyndahátíð sem fram fór í Bíó Paradís s.l. haust

Kvikmyndahátíð í Reykjavík (Reykjavik Film Festival) verður haldin dagana 12.-21. september næstkomandi í Bíó Paradís og á nokkrum öðrum stöðum í borginni. Þetta kemur fram á vef Bíó Paradísar, en það er sjálfseignarstofnunin Heimili kvikmyndanna, rekstaraðili bíósins, sem einnig stendur fyrir hinni endurvöktu hátíð.

Kvikmyndahátíð í Reykjavík var upphaflega rekin af fagfélögum kvikmyndagerðarmanna á árunum 1996-2001. Hún tók við af Kvikmyndahátíð Listahátíðar sem starfrækt var annað hvert ár frá 1978.

Stjórn hátíðarinnar hefur verið skipuð. Í henni sitja Bergsteinn Björgúlfsson (FK), Guðrún Edda Þórhannesdóttir (SÍK), Friðrik Þór Friðriksson (SKL), Birna Hafstein formaður (FÍL), Dögg Mósesdóttir (WIFT) og Sjón (FLH).

Von er á vefsíðu hátíðarinnar innan skamms og verður þá nánar kynnt dagskrá og fyrirkomulag hátíðarinnar, en ljóst er að auk sýninga á því nýjasta úr kvikmyndagerð heimsins verður sérstök áhersla lögð á tengslamyndun íslenskra og erlendra kvikmyndagerðarmanna.

 

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR