Saga | Englar alheimsins á Grillinu

Wilhelm Wessman: "Þetta er allt satt."
Wilhelm Wessman: „Þetta er allt satt.“

Vísir ræðir við Wilhelm Wessman, fyrrum framkvæmdastjóra Hótel Sögu, um senuna frægu úr Englum alheimsins þar sem aðalpersónur verksins gera vel við sig á Grillinu.

„Þetta er allt dagsatt, ég hefði í raun getað skrifað þetta atriði,“ segir Wilhelm Wessman um eitt þekktasta atriði kvikmyndasögunnar, úr kvikmyndinni Englar Alheimsins. Í atriðinu fara þrjár af aðalpersónum sögunnar á Grillið á Hóteli Sögu og panta sér dýran mat. Þegar þjónninn kemur með reikninginn segir einn þeirra: „Við erum allir vistmenn á Kleppi, verið svo vinsamlegir að hringja á lögregluna strax.“

Atriðið er auðvitað byggt á bók Einars Más Guðmundssonar sem, eins og kvikmyndin, ber titilinn Englar Alheimsins. Leiksýning var einnig byggð á bókinni frægu.

Wilhelm var á þessum tíma framkvæmdastjóri Hótels Sögu. Hann staðfestir að þetta atriði er byggt á sönnum atburði. Nánast frá A til Ö. „Þetta var árið 1986. Ég man mjög vel eftir þessu,“ segir hann.

Reikningur vistmannanna þriggja endaði á skrifstofu Wilhelms sem hann greiddi.

Vísir – Greiddi reikninginn fyrir Engla alheimsins á Grillinu.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR