Katrin Ottarsdottir óskar eftir stuðningi til að klára sína þriðju bíómynd

Frá tökum á Ludo Katrinar Ottarsdottur.
Frá tökum á Ludo Katrinar Ottarsdottur.

Sú fína færeyska leikstýra Katrin Ottarsdóttir leggur nú lokahönd á Ludo, þriðju mynd sína í fullri lengd. Hún sækist eftir stuðningi til að klára eftirvinnslu á Indiegogo.

Myndin var tekin upp í Færeyjum á aðeins tveimur vikum og telst frekar ódýr, en framleiðslukostnaður nemur rúmum 13 milljónum króna.

Myndinni er lýst sem sálfræðilegu drama sem gerist á einum sólarhring og fjallar um unga fjölskyldu sem býr í fallegu húsi við ströndina á eynni Sandur. Fjölskyldan virðist hamingjusöm á yfirborðinu en undir niðri leynist sitthvað miður geðslegt.

Færeyskar bíómyndir eru sjaldséðar, Katrin er sem stendur eini kvikmyndagerðarmaðurinn sem hefur gert slíkar myndir. Fyrri bíómyndir hennar, Atlantic Rhapsody og Bye Bye Bluebird hafa verið sýndar hér á landi. Katrin var og heiðursgestur Skjaldborgarhátíðarinnar fyrir nokkrum árum, en hún hefur einnig gert nokkrar heimildamyndir.

Sjá nánar her: Post production of LUDO – a Faroese feature film by Katrin Ottarsdottir | Indiegogo.

Stikla myndarinnar er hér fyrir neðan:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR