spot_img

Páll Magnússon gagnrýnir RÚV-skýrsluna fyrir ósambærilegar tölur og fáfræði um dreifingarmál

Páll Magnússon fyrrum útvarpsstjóri.

Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, gagnrýnir höfunda RÚV-skýrslunnar fyrir að bera saman ósambærilegar tölur sem valdi því að svo virðist sem skuldir RÚV hafi aukist eftir að stofnuninni var breytt í opinbert hlutafélag meðan skuldir hafi lækkað um 16%. Hann gagnrýnir einnig þann kafla skýrslunnar sem fjallar um dreifikerfið.

Páll var í viðtali við Morgunútvarpið í morgun:

Rætt var við Pál í Morgunútvarpinu í morgun. Hann var skipaður útvarpsstjóri árið 2005 og svo ráðinn útvarpsstjóri árið 2007 þegar RÚV var gert að opinberu hlutafélagi. Hann gegndi því starfi fram í miðjan desember 2013, eða stærstan hluta þess tíma sem ný skýrsla um rekstur RÚV tekur til. Hann segist aðeins geta tjáð sig um þann tíma sem hann starfaði hjá útvarpinu eða út rekstrarárið 2012 til 2013. Páll segir að fram komi í skýrslunni að rekstrargjöld RÚV hafi lækkað um 20 prósent frá því RÚV var gert að opinberu hlutafélagi og til ársins 2013. Því sé sérkennilegt að heyra stjórnmálamenn halda öðru fram.

Ekki talað við sérfræðinga
Hann gagnrýnir kafla skýrslunnar um dreifikerfið sérstaklega. Ekki hafi verið rætt við sérfræðinga um tæknimál eða dreifikerfi. Munur sé á dreifikerfi almannaútvarps og fjölmiðla í einkarekstri. Kvöð sé á RÚV að ná til 99,8 prósent þjóðarinnar. Væri sú kvöð færð niður í 90 prósent væri hægt að helminga kostnaðinn við dreifikerfið og það sé eitthvað sem einkaaðilar geti leyft sér. Það myndi hinsvegar verða til þess að um þrjátíu þúsund landsmenn næðu ekki útsendingunni. Þá neitar hann því að byggt sé á úreltri tækni, eins og haldið hafi verið fram. Allar almannastöðvar í Evrópu séu ýmist búnar að innleiða eða að fara að innleiða sömu tækni. Þetta hafi verið ódýrasta og besta lausnin.

Internet dreifing á sjónvarpi hafi hvergi verið valkostur fyrir útvarp í almannaþjónstu því krafan sé sú að dreifikerfið kosti notandann ekki aukalega. Internetdrefing myndi þvinga notandann í viðskipti við þriðja aðila og kosta hann um 5.000 krónur á mánuði fyrir utan útvarpsgjaldið.

Þá segir Páll alvarlegt að í skýrslunni hafi rekstrarhliðin verið núvirt en ekki efnahagshliðin. Þetta valdi því að svo virðist sem skuldir RÚV hafi aukist frá því útvarpið var gert að opimberu hlutafélagi.

„Ef þú núvirðir þetta eins og gert er með tekjurnar réttilega og gjöldin eins og gert er í skýrslunni þá kemur í ljós hið sanna að á þessu tímabili lækkuðu skuldir Ríkisútvarpsins að raungildi um 16 prósent, úr átta milljörðum gróflega í 6,7, um 1,3 milljarða. Það vill til að þetta er sama tala og kostnaðurinn lækkaði á þessu tímabili. En það að núvirða þetta ekki þá virkar þetta eins og hafi verið um skuldaaukningu hjá RÚV að ræða en ekki niðurgreiðslu skulda eins og staðreyndin er. Þetta hljóta að vera mistök. Ég vil ekki ætla nefndarmönnum að ætla að falsa framsetninguna með þessum hætti.“

Sjá nánar hér: Ósambærilegar tölur séu bornar saman | RÚV

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR