HeimEfnisorðRÚV-skýrslan 2015

RÚV-skýrslan 2015

Frásagnir af dauða línulegrar dagskrár stórlega ýktar

Ingólfur Hannesson deildarstjóri hjá EBU (Evrópusambandi sjónvarpsstöðva) fjallar um áhorf á línulega dagskrá sjónvarps í Evrópu og segir samdrátt stórlega ýktan. Þá tekur hann RÚV sérstaklega fyrir og segir félagið hafa einstaklega sterka stöðu, einnig hjá yngri aldurshópum.

BÍL um RÚV: Ríkisútvarpið verði styrkt

Stjórn BÍL hefur sent frá sér ályktun um málefni Ríkisútvarpsins þar sem því er beint til menningarmálaráðherra að Ríkisútvarpið verði styrkt svo sem verða má, jafnt í rekstrarlegu sem menningarlegu tilliti, svo tryggt verði að það fái staðið af metnaði undir lagalegu hlutverki sínu á vettvangi almannaþjónustu og menningar.

Eyþór Arnalds: Viðbótarframlög skýri skuldalækkun

Það er ekki vegna rekstrarafgangs sem skuldir Ríkisútvarpsins hafa lækkað, segir formaður starfshóps menntamálaráðherra sem fór yfir rekstur og fjárhag RÚV.

Kvennablaðið um RÚV-skýrslu: Markmiðið að veikja RÚV

Fjöldann allan af rangfærslum er að finna í RÚV-skýrslunni, rekjanleiki heimilda er bágborinn, samanburður milli landa ófullnægjandi og án upplýsandi fyrirvara. Þá er framsetning tölulegra upplýsinga villandi, mælikvarðar og forsendur sem nefndin gefur sér eru fálmkennd og gildishlaðið orðalag þar sem hallar á RÚV einkennir skýrsluna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegri fréttaskýringu Atla Þórs Fanndal blaðamanns hjá Kvennablaðinu.

Kjarninn segir maðk í mysu RÚV-skýrslu

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans leggur útaf RÚV-skýrslunni og segir svo virðast sem tilgangur hennar sé að setja af stað neikvæða umræðu um framtíð RÚV- enn eitt árið. Hann kallar jafnframt eftir vitrænni stefnumótun um framtíð RÚV.

Páll Magnússon gagnrýnir RÚV-skýrsluna fyrir ósambærilegar tölur og fáfræði um dreifingarmál

Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, gagnrýnir höfunda RÚV-skýrslunnar fyrir að bera saman ósambærilegar tölur sem valdi því að svo virðist sem skuldir RÚV hafi aukist eftir að stofnuninni var breytt í opinbert hlutafélag meðan skuldir hafi lækkað um 16%. Hann gagnrýnir einnig þann kafla skýrslunnar sem fjallar um dreifikerfið.

Starfsfólk RÚV gagnrýnir RÚV-skýrslu og biður um vinnufrið

Starfsmannasamtök Ríkisútvarpsins sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem lagt er út af RÚV-skýrslunni og viðbrögðum við henni. Þar kemur meðal annars fram að starfsfólk RÚV sé langþreytt á ófaglegri umræðu og óskar eftir því að stjórnmálamenn og aðrir sýni þá sjálfsögðu kurteisi að byggja mál sitt á staðreyndum.

Margvísleg viðbrögð við RÚV-skýrslunni

Ýmsir hafa tjáð sig um RÚV-skýrsluna svokölluðu sem birt var í dag. Meðal þeirra sem tjá sig eru Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, Mörður Árnason varaþingmaður, Egill Helgason í Silfur-dálki sínum, Orðið á götunni, ritstjórn Kjarnans og þingmennirnir Róbert Marshall og Vigdís Hauksdóttir.

Magnús Geir um RÚV-skýrsluna: Svarthvít samantekt 

RÚV hefur birt viðbrögð við RÚV-skýrslunni á vef sínum. Þar segir meðal annars að skýrslan staðfesti að RÚV ohf. hafi verið undirfjármagnað frá stofnun eins og stjórnendur RÚV hafi ítrekað bent á. Skýrslan sýni einnig að jákvæður viðsnúningur hafi orðið í rekstrinum á undanförnum átján mánuðum.

RÚV-skýrslan: Hallarekstur um árabil

Skýrsla starfshóps sem falið var að skoða og greina rekstur Ríkisútvarpsins var birt í dag. Þar kemur meðal annars fram að rekstur RÚV ohf. frá stofnun félagsins árið 2007 hafi ekki verið sjálfbær. Gjöld hafa verið meiri en tekjur á tímabilinu í heild og hefur hallarekstur verið fjármagnaður með auknu ríkisframlagi, lántökum og frestun afborgana lána.

Tekjur RÚV, samhengi og þróun

RÚV birti á vef sínum fyrir nokkru yfirlit um þróun tekna félagsins undanfarin ár. Greinin birtist hér í heild sinni með leyfi RÚV.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR