Tekjur RÚV, samhengi og þróun

RÚV húsiðRÚV birti á vef sínum fyrir nokkru yfirlit um þróun tekna félagsins undanfarin ár. Greinin birtist hér í heild sinni með leyfi RÚV. (Greinina má sjá hér á vef RÚV).

RÚV fær fjölmargar fyrirspurnir um rekstur félagsins í hverjum mánuði. Meðal þess sem iðulega er spurt um er hvernig tekjustofn félagsins sé, hvernig hann hefur þróast og hvernig hann sé í samanburði við almannaþjónustumiðla í nágrannalöndum.

Af þeim sökum hefur hér verið teknar saman upplýsingar til að skýra dæmið.

RÚV ohf á að fá svokallað útvarpsgjald til að standa undir þeirri umfangsmiklu þjónustu sem félaginu bera að veita lögum samkvæmt. Tekjur RÚV eru mun lægri en allra almannaþjónustumiðla í nágrannalöndunum í kringum okkur og er þá nánast sama hvaða mælikvarði er notaður.  Þá liggur fyrir að frá stofnun RÚV ohf hefur ríkið haldið eftir hluta af útvarpsgjaldinu og nýtt til annarra verkefna og nema þessir fjármunir nú 2.677 milljónum króna að raunvirði.

En skoðum nú tekjur RÚV og setjum í samhengi.

Heildartekjur almannaþjónustumiðla

Eðlilegt er að horfa fyrst til heildartekna almannaþjónustumiðlanna og þá kemur í ljós að heildartekjur RÚV eru margfalt lægri en samanburðarstofnana. Tekjur norrænu stöðvanna eru t.d. 14-25 sinnum hærri en heildartekjur RÚV á ári hverju, og tekjur BBC 218 sinnum hærri, svo eitthvað sé nefnt.

Samanburður á framlögum til ríkisfjölmiðla
Smelltu til að stækka.

Opinber framlög til almannaþjónustumiðla miðað við höfðatölu

Það getur verið gagnlegt að horfa líka til opinbers framlags á hvern íbúa (per capita). Sá samanburður dugar að sjálfsögðu ekki einn og sér enda verður samanburður á stofnunum milli svo misfjölmennra landa íslenskum stofnunum ávallt óhagstæður og skiptir þá engu hvers eðlis þær stofnanir eru. Grunnkostnaður lækkar ekki í samræmi við stærð þjóðar og heildartekjur á íbúa. Þrátt fyrir smæð þjóðarinnar kemur í ljós að opinbert framlag til almannaþjónustu er lægra á Íslandi en í nágrannalöndum.

þjónustutekjur
Smelltu til að stækka.

Heildartekjur til almannaþjónustu miðað við höfðatölu

Einnig getur verið gagnlegt að horfa til heildartekna (opinberar tekjur og aðrar tekjur) miðað við höfðatölu (per capita). Þessi samanburður getur þó aldrei verið eini mælikvarðinn af sömu ástæðu og nefnd er hér að ofan, þ.e. vegna stærðarhagkvæmni / stærðaróhagkvæmni. Þrátt fyrir smæð íslensku þjóðarinnar, þá er RÚV með miðlungs heildartekjur per capita:

Heildartekjur
Smelltu til að stækka.

Útvarpsgjald rann ekki allt til RÚV – heldur var það nýtt í annað

Þegar RÚV ohf var stofnað árið 2007 var ákveðið að RÚV hlyti svokallað útvarpsgjald til að standa undir þeirri umfangsmiklu þjónustu sem félaginu ber að veita samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið.

Frá þeim tíma hefur margvíslegur forsendubrestur orðið sem tengist starfsemi Ríkisútvarpsins. Frá stofnun félagsins hefur RÚV nánast aldrei hlotið útvarpsgjaldið sem því hefur borið lögum samkvæmt. Ríkið hefur haldið eftir hluta útvarpsgjaldsins og nýtt til annarra verkefna. Þeir fjármunir sem ríkið hefur haldið eftir af innheimtu útvarpsgjaldi en hefðu átt að renna til RÚV eru 2.677 milljónir króna að raunvirði.

útvarpsgjald var nýtt í annað
Smelltu til að stækka.

Þjónustutekjur til RÚV hafa lækkað mikið að raunvirði frá stofnun RÚV ohf árið 2007

Samkvæmt lögum á RÚV að fá útvarpsgjald til að standa undir hinum viðamiklu lögbundnu skyldum sínum. Þar eð ríkið hefur ítrekað tekið hluta af útvarpsgjaldi, og gjaldið ekki verið látið fylgja verðlagsþróun eins og lagt var upp með við stofnun félagsins, þá hafa þjónustutekjur RÚV lækkað mikið að raunvirði. Á sama tíma voru möguleikar til tekjuöflunar í gegnum auglýsingasölu takmarkaðir. Þrátt fyrir þetta hafa lögbundnar skyldur RÚV verið auknar á tímabilinu.

opinber framlög
Smelltu til að stækka.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR