Skjaldborgarbíó safnar fyrir nýrri sýningarvél

skjaldborgarbíó útiSkjaldborgarbíó á Patreksfirði, sem verið hefur vettvangur samnefndrar hátíðar íslenskra heimildamynda í mörg ár, safnar nú fyrir stafrænum sýningarbúnaði (DCP) á Karolina Fund hópfjármögnunarsíðunni.

Hópurinn sem stendur á bakvið söfnunina samanstendur af Lionsklúbbi Patreksfjarðar, aðstandendum Skjaldborgarhátíðarinnar og Kvikmyndaklúbbnum Kittý. Hópurinn hefur undanfarin misseri unnið að söfnuninni og er búið að safna átta milljónum af þeim u.þ.b. tíu sem þarf til að klára verkefnið. Í því felst að kaupa kerfið, flytja það til landsins og koma því fyrir í Skjaldborg. Herslumuninn vantar til að klára svo hægt sé að panta kerfið.

Ef meira safnast verða umfram fjármunir nýttir til kaupa á viðbótum við hljóðkerfi hússins. Mörg fyrirtæki, sjóðir og stofnanir hafa lagt söfnuninni lið og hefur mikið sjálfboðaliðastarf verið unnið við söfnunarátakið.

Sjá nánar síðu Karolina Fund: Nýtt sýningarkerfi í Skjaldborgarbíó – Karolina Fund

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR