spot_img

„Hvalfjörður“ hefur fengið 26 alþjóðleg verðlaun það sem af er 2015 – íslenskar kvikmyndir tvöfalda fjölda verðlauna milli ára

Hvalfjörður, hin margverðlaunaða stuttmynd Guðmunar Arnars Guðmundssonar verður sýnd í Sjónvarpinu á skírdagskvöld.
Hvalfjörður, hin margverðlaunaða stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar.

Klapptré voru að berast nýjar upplýsingar frá framleiðanda stuttmyndar Guðmunar Arnars Guðmundssonar, Hvalfjörður. Í ljós kemur að myndin hefur unnið til 26 verðlauna á árinu en ekki aðeins þeirra sex sem áður hafði verið sagt frá. Heildarfjöldi alþjóðlegra verðlauna sem íslenskar kvikmyndir hafa hlotið það sem af er árinu er því alls 64 en til samanburðar hlutu þær alls 34 alþjóðleg verðlaun á síðasta ári.

Hvalfjörður var frumsýnd á Cannes hátíðinni vorið 2013 og hlaut þar dómnefndarverðlaunin. Óhætt er að segja að hún hafi farið sigurför um heimsbyggðina síðan. Hún hefur tekið þátt í yfir 150 hátíðum og fengið á þeim alls 41 verðlaun, auk þess sem myndin var valin stuttmynd ársins á Edduverðlaununum 2014.

Myndina má nú kaupa á iTunes, smellið hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR