Petri Kemppinen áfram framkvæmdastjóri Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins

Petri Kemppinen framkvæmdastjóri Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins.

Petri Kemppinen, framkvæmdastjóri Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins, hefur samið við stjórn sjóðsins um að gegna stöðunni áfram til a.m.k tveggja ára til viðbótar, með möguleika á tveimur árum til viðbótar við það.

Petri Kemppinen hóf störf hjá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum 1. nóvember 2013 eftir að hafa áður starfað sem framleiðslustjóri Finnsku kvikmyndastofnunarinnar. Þar áður sinnti hann ýmsum störfum hjá YLE, ríkissjónvarpsstöð Finnlands.

Sjá nánar um framlengingu á samningi Petri Kemppinen og hvað hann hafði að segja við þetta tilefni í fréttatilkynningu Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR