Stuttmynd Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, Ungar, hlaut áhorfendaverðlaun FEC kvikmyndahátíðarinnar á Spáni sem lauk um helgina. Á dögunum hlaut myndin einnig tvær sérstakar viðurkenningar á stuttmyndahátíðinni í Regensburg í Þýskalandi.
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.
Serie Series kaupstefnan, sem sérhæfir sig í leiknu sjónvarpsefni, birti á dögunum viðtal við Nönnu Kristínu Magnúsdóttur leikstjóra þar sem hún ræðir um reynslu sína af gerð Pabbahelga og Ráðherrans.
Fagmiðillinn C21 Media ræðir við teymið á bakvið þáttaröðina Ráðherrann sem sýnd verður á RÚV í haust. Ólafur Darri Ólafsson sem fer með aðalhlutverkið, Nanna Kristín Magnusdóttir annar leikstjóranna og Jónas Margeir Ingólfsson einn handritshöfunda ræða hugmyndirnar bakvið verkið, en auk þess eru sýnd brot úr þáttunum.
Drama Quarterly ræðir við Ólaf Darra Ólafsson leikara, Jónas Margeir Ingólfsson handritshöfund og Nönnu Kristínu Magnúsdóttur leikstjóra um þáttaröðina Ráðherrann sem sýnd verður á RÚV í haust.