„Hrútar“ fær verðlaun í Makedóníu

Sigurður Sigurjónsson í Hrútum Gríms Hákonarsonar.
Sigurður Sigurjónsson í Hrútum Gríms Hákonarsonar.

Hrútar Gríms Hákonarsonar var valin besta myndin í flokknum Nýjar evrópskar kvikmyndir á The International Cinematographers’ Film Festival “MANAKI BROTHERS” sem fram fór 18.-27. september í borginni Bitola í Makedóníu.

Verðlaunin eru tíu þúsund evrur (tæplega eins og hálf milljón króna) sem hægt er að nýta við eftirvinnslu á næsta verkefni Gríms.

Hátíðin sem stofnuð var 1979, er elsta hátíðin í heiminum sem tileinkuð er sköpunargáfu kvikmyndatökumanna sérstaklega. Hún er haldin af samtökum kvikmyndagerðarmanna í Makedóníu og skírð eftir Manaki bræðrunum Yanaki (1878-1954) og Milton (1880-1964) sem voru frumherjar í ljósmyndun og kvikmyndatöku á Balkanskaganum á fyrrihluta tuttugustu aldar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR