Plakat „Blóðbergs“ afhjúpað

Vesturport, framleiðandi kvikmyndarinnar Blóðberg í leikstjórn Björns Hlyns Haraldssonar, hefur sent frá sér plakat myndarinnar sem sýnd verður á næsta ári.

Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir framleiða í samvinnu við 365 og Pegasus.

Hilmar Jónsson, Harpa Arnardóttir, Hilmar Jensson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson fara með helstu hlutverk. Erlendur Cassata myndar og Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus er yfirframleiðandi.

Aðstandendur lýsa verkinu svona:

Hér er á ferðinni frábært handrit sem segir frá hinni hefðbundnu íslensku fjölskyldu sem á yfirborðinu er nánast fullkomin. Fjölskyldufaðirinn bjargar samlöndum sínum með skrifum á sjálfshjálparbókum á meðan móðirin bjargar fólki á spítalanum þar sem hún vinnur sem hjúkrunarkona. En hvorugt þeirra hefur kjark til að bjarga sjálfu sér. Þau lifa og hrærast í lífi leyndarmála sem einn daginn banka uppá.. og þá breytist allt.

blóðberg plakat

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR