Charlotte Bøving ráðin í „Everest“

Charlotte Böving og Ingvar E. Sigurðsson í Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson.
Charlotte Böving og Ingvar E. Sigurðsson í Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson.

Leikkonan Charlotte Bøving, sem fer á kostum í Hross í oss, hefur verið ráðin til að fara með hlutverk í mynd Baltasars Kormáks, Everest.

Í myndinni leikur Charlotte hina dönsku Lene Gammelgaard sem mun hafa verið fyrsta skandinavíska konan sem komst uppá tind Everest.

Charlotte er jafnframt að leikstýra leikritinu Svanir skilja ekki eftir Auði Övu Ólafsdóttir í Þjóðleikhúsinu en mun fá eiginmann sinn, Benedikt Erlingsson, til að hlaupa í skarðið fyrir sig á lokametrunum.

„Ég verð í tökum í sjö vikur í Róm, London og í Ölpunum, en ég flýg heim til að vera viðstödd frumsýninguna á Svönum skilja ekki,“ segir leikkonan og leikstjórinn við Vísi.

Sjá nánar hér: Vísir – Eiginmaðurinn tekur við leikstjórninni.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR