Heim Bíó Paradís „Íslendingar dæma mig ekki“

„Íslendingar dæma mig ekki“

-

Jahmil X. T. Qubeka, leikstjóri kvikmyndarinnar Of Good Report í Bíó Paradís á dögunum.
Jahmil X. T. Qubeka, leikstjóri kvikmyndarinnar Of Good Report í Bíó Paradís á dögunum.

Kvikmyndir.is ræða við Jahmil X. T. Qubeka, leikstjóra kvikmyndarinnar Of Good Report, sem nú er sýnd í Bíó Paradís og hlaut meðal annars samframleiðslustyrk úr Kvikmyndasjóði.

Quebeka segir meðal annars í viðtalinu:

„Kvikmyndamiðstöð Íslands, Heather og Þórður dæmdu mig ekki, né það verk sem ég hafði skapað,“ segir Jahmil og á þá við Heather Milliard og Þórð Jónsson, sem með-framleiddu myndina undir merkjum Spier Films. Jahmil hverfur aftur að heimalandinu og segir að svartir kvikmyndagerðamenn eigi að fara eftir vissum reglum þegar þeir gera kvikmynd, og að þeir megi ekki undir neinum kringumstæðum sýna neinn sem er svartur á hörund í slæmu ljósi. „Þú situr kannski heima hjá þér hérna á Íslandi og horfir á kvikmynd, þá ertu ekki sífellt að dæma þá sem eru í kvikmyndinni. Hvort þeir séu svartir, hvítir, gulir, brúnir, hommar eða lesbíur. Það er það sem ég elska við Ísland, þið dæmið ekki.“

Sjá viðtalið í heild hér: „Íslendingar dæma mig ekki“ – Kvikmyndir.is.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.