spot_img

Laufey Guðjónsdóttir meðal 18 umsækjenda um stöðu skrifstofustjóra menningar og fjölmiðla

Laufey Guðjónsdóttir, fyrrum forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, er meðal 18 umsækjenda um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu.

Fjölþætt samskipti Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og hagsmunafélaga kvikmyndagreinarinnar við stjórnvöld fara að verulegu leyti fram í gegnum skrifstofu menningar og fjölmiðla.

Þriggja manna hæfnisnefnd skipuð af menningar- og viðskiptaráðherra mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.

Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með 1. maí 2023.

Lista yfir umsækjendur má sjá hér fyrir neðan.

Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður
Ari Matthíasson, deildarstjóri
Arna Kristín Einarsdóttir, dagskrárstjóri Gautaborgarsinfóníunnar
Ásgerður Júlíusdóttir, framkvæmdarstjóri
Áslaug Guðný Unnsteinsdóttir, BA í Guðfræði
Baldur Þórir Guðmundsson, viðskiptafræðingur
Björg Erlingsdóttir, fv. sveitarstjóri
Bryndís Jónatansdóttir, verkefnastjóri og sérfræðingur
Gústaf Þórarinn Bjarnason, auglýsinga- og sölustjóri
Hildur Jörundsdóttir, sérfræðingur
Ingibjörg Þórisdóttir, kynningarstjóri
Laufey Guðjónsdóttir, fv. forstöðumaður
Lárus Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri
Rúnar Leifsson, sérfræðingur
Vera Ósk Steinsen, tónlistarkennari, MA og BFA
Wesley Chang Zeyang , partner
Þröstur Helgason, fv. dagskrárstjóri
Þröstur Óskarsson, sérfræðingur

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR