spot_img

Kvikmyndamiðstöð auglýsir eftir starfskrafti

Kvikmyndamiðstöð Íslands óskar eftir að ráða fjölhæfan, áreiðanlegan og drífandi einstakling til að sinna fjölbreyttum verkefnum á skrifstofu miðstöðvarinnar í Reykjavík.

Viðkomandi mun bera ábyrgð á skjalaskráningum og móttöku erinda auk aðkomu að bókhaldsverkefnum og verkefnum tengdum skipulagningu funda og viðburða.

Um fullt starf er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð:

• Móttaka erinda og umsókna og samskipti vegna þeirra.
• Ábyrgð á skráningum mála í málsmeðferðarkerfi og eftirfylgni með þeim.
• Þátttaka í mótun verklagsreglna, kortlagningu ferla og þróun gæðamála.
• Umsjón með reglubundnum fundum, ritun fundargerða og umsjón með dagbók forstöðumanns.
• Utanumhald og skipulagning viðburða, t.d. fyrir vinnustofur og námskeið.
• Úrvinnsla og greining gagna um kvikmyndamál fyrir skráningu og reglubundna birtingu upplýsinga á vef.
• Þátttaka í bókhalds- og uppgjörsverkefnum, s.s. vegna ferðareikninga, greiðslu styrkja og kortauppgjöra.

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Menntun sem nýtist í starfi.
• Þekking og reynsla af sambærilegum verkefnum sem nýtist í starfi er kostur.
• Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
• Sveigjanleiki, jákvæðni og þjónustulund.
• Frumkvæði, nákvæmni, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
• Mjög góð almenn tölvukunnátta og geta til að vinna með, móta og miðla gögnum til kynningar og úrvinnslu.
• Mjög góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði, bæði í töluðu og rituðu máli.

Umsóknarfrestur er til og með 27. júní 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.

Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR