Kevin Costner myndin “3 Days to Kill” með Tómas Lemarquis í öðru sæti vestra eftir helgina

Tómas Lemarquis er Kevin Costner erfiður ljár þúfu í 3 Days to Kill.

Tómas Lemarquis er Kevin Costner erfiður ljár þúfu í 3 Days to Kill.

Tómas Lemarquis fer með hlutverk hryðjuverkamannsins Albínóans í hasarmyndinni 3 Days to Kill sem frumsýnd var um síðustu helgi í Bandaríkjunum. Myndinni, sem er í öðru sæti aðsóknarlistans vestra eftir helgina, er leikstýrt af McG og framleidd af Luc Besson. Með helstu hlutverk fara Kevin Costner, Hailee Steinfeld, Connie Nielsen og Amber Heard.

3 Days to Kill fjallar um dauðvona CIA njósnara (Costner) sem freistar þess að endurnýja samband sitt við fjölskyldu sína þegar honum er boðið nýtt lyf á tilraunastigi sem bjargað gæti lífi hans gegn því að hann taki að sér eitt skítverk í viðbót.

Athugasemdir

álit

Tengt efni