Benedikt vill bara peninginn

Benedikt Erlingsson.
Benedikt Erlingsson.

„Ég þarf ekki fleiri verðlaun, ég vil bara fá fleiri áhorf­end­ur,“ seg­ir Bene­dikt Erl­ings­son, leik­stjóri Hross í oss í viðtali við Morgunblaðið.

Benedikt heldur áfram:

„Mynd­in hef­ur fengið nóg af verðlaun­um og það er svosem ekk­ert á það bæt­andi,“ seg­ir Bene­dikt hóg­vær í fasi. „Þetta gæti þó orðið ánægju­legt því af þessu til­efni verður hún sýnd aft­ur í bíó­hús­um hjá Senu og þá gefst fólki tæki­færi á að sjá hana aft­ur.“ Hann seg­ir til­nefn­ing­una jafn­framt koma sér vel þar sem mynd­in kem­ur út á DVD í lok sept­em­ber.

Verðlaun­in verða af­hent á Norður­landaráðsþingi í Stokk­hólmi 29. októ­ber næst­kom­andi og hlýt­ur sig­ur­veg­ar­inn að laun­um 350.000 dansk­ar krón­ur, eða um 7,5 millj­ón­ir ís­lenskra króna. „Ég vil bara fá pen­ing­inn,“ seg­ir Bene­dikt létt­ur í lund að lok­um.

Sjá nánar hér: „Ég vil bara fá peninginn“ – mbl.is.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR