Greining | “Vonarstræti” komin yfir 35.000 manns

Enn meðal vinsælustu mynda í bíóunum núna og stefnir í hóp aðsóknarhæstu íslensku myndanna.
Posted On 16 Jun 2014

Benedikt við RÚV: Ekki undrandi yfir góðum dómum erlendis, vonsvikinn með aðsóknina heima

Segir dræma aðsókn heima kannski til marks um að Íslendingar séu að þroskast - þeir séu hættir að hlaupa á eftir því sem er hossað í útlöndum.
Posted On 13 Jun 2014

“Hross í oss” fær glimrandi umsagnir í Bretlandi

Breskir gagnrýnendur taka Hross í oss fagnandi, en sýningar á henni hefjast í London og víðar í Bretlandi í dag. The Guardian, Daily Telegraph og Financial Times gefa öll myndinni fjórar stjörnur.
Posted On 13 Jun 2014

Greining | “Vonarstræti” í öðru sæti eftir fjórðu helgi

Vonarstræti úr toppsætinu í annað sætið eftir helgina en myndin er enn á afar góðri siglingu.
Posted On 10 Jun 2014

Greining | “Vonarstræti” á toppnum þriðju helgina í röð, komin í rúmlega 28 þúsund manns

Vonarstræti situr enn á toppi aðsóknarlistans þriðju sýningarhelgina og hefur þannig slegið út þrjár Hollywood stórmyndir í röð; Godzilla, X-Men: Days of Future Past og Edge of Tomorrow. Nú að lokinni þriðju sýningarhelgi hafa alls 28.030 manns séð myndina en alls sáu hana 11.157 manns síðastliðna viku, þar af 3.611 um helgina.
Posted On 02 Jun 2014

Greining | “Vonarstræti” komin að tuttugu þúsund manns

Ekkert lát er á aðsókn á Vonarstræti, en að lokinni annarri sýningarhelgi hafa tæplega 20.000 manns séð myndina. Hún situr áfram í efsta sæti aðsóknarlistans.
Posted On 26 May 2014

Music Box dreifir “Hross í oss” í Bandaríkjunum

Bandaríska dreifingarfyrirtækið Music Box mun dreifa kvikmynd Benedikts Erlingssonar Hross í oss á bandarískum markaði. Þetta kemur fram í Variety, en gengið var frá samningum í Cannes.
Posted On 23 May 2014

Greining | “Vonarstræti” byrjar vel

Fín opnunarhelgi á Vonarstræti en á áttunda þúsund manns hafa nú séð myndina. Í hópi stærstu opnunarhelga íslenskra mynda.
Posted On 19 May 2014

Greining | Hægist á “Harry og Heimi”

Alls hafa 11.456 manns séð myndina hingað til.
Posted On 12 May 2014

Greining | “Harry og Heimir” komin yfir ellefu þúsund gesti

Myndin fékk 549 gesti um helgina en alls hafa 11.025 manns séð myndina hingað til.
Posted On 05 May 2014

Greining | “Harry og Heimir” komin með yfir tíu þúsund gesti

Myndin fékk 650 gesti um helgina en alls hafa 10.010 manns séð myndina hingað til.
Posted On 29 Apr 2014

Greining | “Harry og Heimir” færist upp um sæti milli vikna

Myndin fékk 1.642 gesti um helgina en alls hafa 7.777 manns séð myndina hingað til.
Posted On 22 Apr 2014

Greining | “Harry og Heimir” í þriðja sæti eftir opnunarhelgina

Myndin fékk 2.474 gesti um helgina en með forsýningum hafa alls 3.420 manns séð myndina hingað til.
Posted On 15 Apr 2014

Meira hnoss fyrir “Hross í oss”; nú í Köben

Myndin hlaut áhorfendaverðlaunin á CPH PIX, helstu kvikmyndahátíð Danmerkur. Þetta eru 22. verðlaun myndarinnar.
Posted On 11 Apr 2014

“Hross í oss” fær tvenn verðlaun í Aubagne

Hross í oss hlaut tvenn verðlaun á nýyfirstaðinni kvikmyndahátíð í Aubagne í Suður-Frakklandi, en á hátíðinni er aðaláherslan lögð á tónlist og hljóðvinnslu í kvikmyndum. Myndin hefur því hlotið alls 21 verðlaun hingað til, þar af sex Eddur.
Posted On 31 Mar 2014

IndieWire fjallar um “Hross í oss”, Friðrik Þór segist ekki þola samtöl í kvikmyndum

IndieWire fjallar bæði um myndina sjálfa og lýsir einni sýningunni en þar sátu leikstjórinn Benedikt Erlingsson og framleiðandinn Friðrik Þór Friðriksson fyrir svörum ásamt Roman Estrada sem leikur í myndinni.
Posted On 26 Mar 2014

“Hross í oss” þurrkar út mörkin milli gríns og harms segir The New York Times

Hross í oss tekur þátt í hinni árlegu hátíð Film Society of Lincoln Center og MoMA, New Directors/New Films, sem hefst í dag og stendur til 30. mars. A. O. Scott gagnrýnandi The New York Times fjallar um myndina.
Posted On 19 Mar 2014

Dagbladet: “Hross í oss” hlaðin lífsglaðri orku

"Það er unun að sjá nánd milli manna og dýra lýst eins meistaralega og raun ber vitni í þessari kvikmynd," segir Mikael Godö, gagnrýnandi hins norska Dagbladet í umsögn sinni um Hross í oss.
Posted On 04 Mar 2014

Verdens Gang: “Hross í oss” lítil perla, falleg og fjörug

Borghild Maaland, gagnrýnandi Verdens Gang, kallar myndina litla perlu, kröftuga sögu frá Íslandi um menn og dýr og óhamda náttúru.
Posted On 28 Feb 2014

Aftonbladet: “Hross í oss” sögð brokkgeng sérviskuleg sjarmasprengja

Sýningar á Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson hefjast í dag í norskum kvikmyndahúsum. Aftonbladet segir myndina brokkgenga, sérviskulega sjarmasprengju með fullt af svörtum húmor og óvæntum fléttum og gefur henni fjórar stjörnur af sex mögulegum.
Posted On 28 Feb 2014

Greining | “Lífsleikni Gillz” komin yfir tíu þúsund gesti, “Hross í oss” tekur kipp í kjölfar verðlauna

Myndin fellur um tvö sæti og er nú í því fjórða. Hross í oss tók smákipp um helgina og ekki ólíklegt að það haldi áfram í kjölfar Edduverðlauna myndarinnar.
Posted On 24 Feb 2014

“Hross í oss” kvikmynd ársins

Hross í oss var kosin kvikmynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni sem haldin var fyrir fullum sal og í beinni útsendingu í Silfurbergi í Hörpunni í gærkvöldi. Hross í oss hlaut sex Eddur á hátíðinni, meðal annars fyrir leikstjórn, handrit og kvikmyndatöku. Málmhaus sópaði til sín verðlaunum og hlaut alls átta verðlaun, meðal annars fyrir klippingu, hljóð og tónlist.
Posted On 23 Feb 2014

Viðhorf | Hver fær Edduna fyrir bíómynd ársins?

Kosningin er spennandi í ár fyrir þá sök að handhafi Eddu fyrir bíómynd ársins blasir ekki afgerandi við. Ásgrímur Sverrisson veltir vöngum yfir mögulegum úrslitum. Hér er líka smá könnun þar sem þú getur spáð.

Eddan 2014: Reynslubolti og nýliði í verðlaunafæri

Í aðdraganda afhendingar Edduverðlauna tekur Kjarninn viðtal við tvo kvikmyndagerðarmenn sem tilnefnir eru til verðlaunanna í fyrsta sinn; klipparann Davíð Alexander Corno sem fær tilnefningu fyrir klippingu á Hross í oss og Þór Ómar Jónsson sem tilnefndur er sem leikstjóri ársins fyrir frumraun sína Falskur fugl.
Posted On 20 Feb 2014