Kvikmyndavefurinn Bíófíkill fjallar um Hross í oss:
„Þetta er ein sú alvarlegasta mynd sem nokkurn tímann getur hugsast sem inniheldur reiðmann sem verður óvart “samlokaður” á milli merar og graðhests í miðjum hasar. Skondið atriði, glæsilega útfært en hefur lítil áhrif á heildarsöguna því það er fyrst og fremst engin almennileg heild. Ég get því ekki fyrir mitt litla líf kallað þetta kvikmynd, heldur tilraun. Ágæta en áttavillta og almennt grútleiðinlega tilraun.“
Sjá fulla umsögn hér: Hross í oss | Bíófíkill.