spot_imgspot_img

„Hross í oss“ seld til Bretlands, Frakklands og Spánar

Charlotte Böving og Ingvar E. Sigurðsson í Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson.
Charlotte Böving og Ingvar E. Sigurðsson í Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson.

Gengið hefur verið frá samningum um sölu Hross í oss til Bretlands, Frakklands og Spánar. Sölufyrirtækið FilmSharks gekk frá sölunni á Palm Springs hátíðinni í Kalíforníu sem lauk á dögunum.

Dreifingarfyrirtækin Axiom í Bretlandi, Carlotta Films/Bodega Films í Frakklandi og Cameo á Spáni (sem meðal annars er í eigu Almodóvar bræðranna) höndla myndina á sínum mörkuðum og verður hún sýnd í kvikmyndahúsum í löndunum þremur í mars.

Einnig hefur verið gengið frá sölu til FilmCoopi í Sviss.

Sjá nánar hér: ‘Of Horses and Men’ Closes U.K., France, Spain (EXCLUSIVE) | Variety.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR