Hulda G. Geirsdóttir hjá Rás 2 fjallar um Hross í oss:
„Hross í oss er sérstök að því leyti að lítið er talað í henni. Gerðar eru þær kröfur til áhorfandans að hann túlki sjálfur það sem er í gangi, sem Hulda segir lítið mál. Myndin er mikið þrekvirki að mörgu leyti; hún er mikið fyrir augað og spilar frábær kvikmyndataka þar inn í. Hún er virkilega vel gerð tæknilega séð og standa leikararnir allir sig mjög vel. Hross í oss er sérstök mynd en einnig falleg og virkilega góð skemmtun.“
Hlusta má á umsögn Huldu hér: Mikið fyrir augað og góð skemmtun | RÚV.