Heim Fréttir "Hross í oss" ríður feitum hesti frá Tallinn

„Hross í oss“ ríður feitum hesti frá Tallinn

-

Ingvar E. Sigurðsson í vanda staddur í Hross í oss.
Ingvar E. Sigurðsson í vanda staddur í Hross í oss.

Hross í oss Benedikt Erlingssonar brokkar klyfjum hlaðin frá Tallinn í Eistlandi en þar hlaut myndin þrenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni Tallinn Black Nights sem lauk í dag. Verðlaunin voru fyrir bestu fyrstu mynd leikstjóra, bestu myndatöku (Bergsteinn Björgúlfsson) og ennfremur hlaut hún verðlaun alþjóðasamtaka gagnrýnenda, FIPRESCI, sem besta mynd hátíðarinnar.

Óhætt er að segja að myndin hafi farið sigurför um heimsbyggðina alveg frá því hún brá sér fyrst út fyrir landsteinana undir lok september. Þá var för heitið til San Sebastian á Spáni þar sem myndin hlaut leikstjórnarverðlaunin. Þaðan var skeiðað til Tokyo í seinnihluta október þar sem hún vann einnig leikstjórnarverðlaunin. Báðar hátíðir eru meðal virtustu kvikmyndahátíða heims.

Það er leitun að kvikmynd sem hefur sópað til sín jafnmörgum verðlaunum á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum á árinu. Alls hefur myndin hlotið 7 verðlaun á 5 hátíðum hingað til. Næsta stopp er Los Angeles, en myndin er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í flokki erlendra mynda. Tilnefningar verða kunngjörðar þann 16. janúar næstkomandi.

Eftir það keppir hún um „Drekann“ verðlaun stærstu hátíðar á Norðurlöndunum sem hefst í Gautaborg seinnipart janúar.

 

 

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.