Spurt og svarað sýning á „Hross í oss“ í dag

Úr Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson.
Úr Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson.

Sérstök „spurt og svarað“ sýning verður á kvikmyndinni Hross í oss í Háskólabíói í dag kl. 17:30. Benedikt Erlingsson leikstjóri ásamt nokkrum aðstandendum mun ræða við áhorfendur eftir sýninguna.

Myndin hefur nú verið sýnd á fimm alþjóðlegum kvikmyndahátíðum og fengið alls sjö verðlaun. Ljóst er að myndin er í hópi þeirra kvikmynda sem fengið hafa hvað flest alþjóðleg verðlaun á árinu.

Hross í oss heldur áfram yfirreið sinni um hátíðaheiminn en heimboðum rignir inn. Þrenn verðlaun á nýafstaðinni kvikmyndahátíð í Tallinn, auk frábærrar gagnrýni Indiewire, sem er einn virtasti kvikmyndamiðill Bandaríkjanna, hafa vakið mikla athygli á kvikmyndinni vestanhafs, þar sem hún tekur þátt í kapphlaupinu um Óskarstilnefninguna dýrmætu.

Carlos Aguilar hjá Indiewire segir meðal annars um myndina:

„Debutant feature director Benedikt Erlingsson takes advantage of the mesmerizing landscapes of the Icelandic countrysid in a film that is as visually rewarding as it is subtly witty. Of Horses and Men is a compacted festive triumph, which for all its calamities, is unexpectedly insightful about the human condition. In a particular scene, the entire town comes together to see the latest batch of specimens up for grabs.  They mingle while walking in between dozens of horses, mixing in with them in a parade of extraordinarily similar beings. Erlingsson’s film questions, in an ingenious and cleverly funny fashion, how civilized or how primitive man’s functioning society really is.“

Kvikmyndin verður frumsýnd bandarískum kvikmyndaunnendum á kvikmyndahátíðinni í Palm Springs í Kaliforníu, en þar eru allar erlendar myndir sem keppa um Óskarsverðlaunin  sýndar. Stjórnendur hátíðarinnar hafa reyndar þegar veitt myndinni bestu meðmæli, með því að velja hana til keppni í tveimur flokkum; besta erlenda myndin og í flokknum New Voices/New Visions, en það mun afar sjaldgæft.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR