„Hross í oss“ kom skemmtilega á óvart

Charlotte Böving og Ingvar E. Sigurðsson í Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson.
Charlotte Böving og Ingvar E. Sigurðsson í Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson.

Stephanie Bunbury hjá The Sydney Morning Herald News skrifar lofsamlega um mynd Benedikts Erlingssonar, Hross í oss:

Á öllum góðum kvikmyndahátíðum dúkkar upp allavega ein mynd sem kemur skemmtilega á óvart. Á San Sebastian hátíðinni, sem er ein af helstu keppnishátíðum heims þrátt fyrir staðsetningu sína á N-Spáni, var það „hestamyndin“, frumraun Benedikts Erlingssonar, Hross í oss frá Íslandi. Myndin spurðist afar vel út eftir fyrstu sýningu og áhorfendur, sem líklega höfðu sem sannir Baskar mætt vegna þess að hesti brá fyrir í heiti myndarinnar, risu úr sætum og gáfu henni lof í lófa.“

Sjá nánar hér: Horses and bad hair, some of festival revelations.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR