Hljóðvinnslufyrirtækið Hljóðverk hefur tekið til starfa. Hljóðverk sérhæfir sig í upptökum og eftirvinnslu á tónlist, hljóðvinnslu fyrir kvikmyndir, auglýsingagerð, talsetningu á teiknimyndum og leiknu efni og er til húsa að Tunguhálsi 17 í Reykjavík.
Fyrirtækið státar af fyrsta flokks hljóðveri með 32. rása analog upptökuborði og tækjabúnaði eins og best gerist á heimsvísu. Einnig býr fyrirtækið yfir einu glæsilegasta hljóðnemasafni landsins.
Hljóðverið samanstendur af rúmgóðum upptökusal með góðri lofthæð og frábærum hljómburði, sérhönnuðu hljóðblöndunarrými, söngklefa og masteringarsvítu.
Eigendur og starfsmenn Hljóðverks eru allir menntaðir og útskrifaðir hljóðmenn með diploma í hljóðtækni.
Hljóðverk býður viðskiptavinum sínum fagmannleg vinnubrögð og góða þjónustu á öllum sviðum fyrirtækisins á frábærum kjörum.