spot_img

„Hross í oss“ til San Sebastian og Tokyo

Ingvar E. Sigurðsson í vanda staddur í Hross í oss.
Ingvar E. Sigurðsson í vanda staddur í Hross í oss.

Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson tekur þátt í tveimur mikilvægum hátíðum á næstu vikum; annarsvegar San Sebastian hátíðinni á Spáni dagana 20.-28. september og síðan fer hún til Tokyo í Japan en sú hátíð stendur frá 17.-25. október. Í báðum tilfellum tekur hún þátt í aðalkeppni viðkomandi hátíðar. Myndin hefur einnig fengið boð á ýmsar aðrar hátíðir sem við munum segja frá síðar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR