HeimBíó ParadísTroðfullt á opnun Evrópskrar kvikmyndahátíðar

Troðfullt á opnun Evrópskrar kvikmyndahátíðar

-

efii2013-opnun1
Frá opnunarkvöldi EFFI 2013: Ása Baldursdóttir, Bryndís Jónatansdóttir, Reynir Berg Þorvaldsson, Hrönn Sveinsdóttir og Edyta Dudycz.

Evrópska kvikmyndahátíðin á Íslandi (EFFI) hófst í gærkvöldi í Bíó Paradís. Öllum landsmönnum var boðið í bíó og sýndar voru þrjár myndir, auk þess sem boðið var uppá músik og veitingar. Fullt var út úr dyrum og mikil stemmning fram eftir kvöldi. Hátíðin stendur til 29. september. Myndasyrpu af Facebook síðu hátíðarinnar má sjá hér.

Í kvöld verða eftirfarandi myndir sýndar:

18:00 Hunang (Miele)
20:00 Gyllta búrið (The Gilded Cage)
22:00 Oh Boy 

Á laugardag eru fjölskyldur boðnar sérstaklega velkomnar (frítt inn) en kl. 18 verður sýnd fjölskyldumyndin Mamma, ég elska þig. Dagskrá helgarinnar lítur svona út:

Laugardagur 21. september
Móttaka – öll fjölskyldan velkomin kl 17:30

18:00 Mamma, ég elska þig (Mother, I Love You)
20:00 Shut Up and Play the Hits
22:00 Danspartý með Evrópskum plötusnúðum

Sunnudagurinn 22. september
18:00 Mamma, ég elska þig (Mother, I Love You)
20:00 Oh Boy
22:00 Fegurðin mikla (La Grande Bellezza)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR