Heim Eddan Eddan 2014: Reynslubolti og nýliði í verðlaunafæri

Eddan 2014: Reynslubolti og nýliði í verðlaunafæri

-

Davíð Alexander Corno og Þór Ómar Jónsson.
Davíð Alexander Corno og Þór Ómar Jónsson.

Í aðdraganda afhendingar Edduverðlauna tekur Kjarninn viðtal við tvo kvikmyndagerðarmenn sem tilnefnir eru til verðlaunanna í fyrsta sinn; klipparann Davíð Alexander Corno sem fær tilnefningu fyrir klippingu á Hross í oss og Þór Ómar Jónsson sem tilnefndur er sem leikstjóri ársins fyrir frumraun sína Falskur fugl.

Davíð hóf vinnu við Hross í oss sem aðstoðarmaður, fenginn til að sjá um undirbúningsvinnu fyrir reyndari klippara. Myndin þróaðist í klippiherberginu í samtals níu mánuði, en sömuleiðis breyttist hlutverk Davíðs úr því að vera aðstoðarmaður yfir í að vera aðalklippari myndarinnar.

Falskur fugl er fyrsta myndin í fullri lengd sem kvikmyndagerðarmaðurinn Þór Ómar Jónsson leikstýrir, en hann hefur yfir tveggja áratuga reynslu í kvikmynda- og auglýsingagerð í Bandaríkjunum og í Evrópu.

Þeir Davíð og Þór ræða um verk sín og vinnuaðferðir í fróðlegu spjalli sem skoða má hér: Kjarninn-Davið Alexander Corno og Þór Ómar Jónsson viðtal

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.