„Ártún“ fær spænsk verðlaun

Ártún still1Ártún, stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar vann til aðalverðlauna FEC Festival – European Short Film Festival sem fór fram 6. – 15. mars í Reus á Spáni. Verðlaunaféð hljóðar upp á 3500 evrur og eru þetta þriðju alþjóðlegu verðlaunin sem myndin hlýtur síðan hún var frumsýnd á RIFF í október á síðasta ári.

Áður hafði Ártún unnið til Gullna skjaldarins á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago og aðalverðlaun alþjóðlegu stuttmyndahátíðarinnar í Brest í Frakklandi. Ártún hefur nú verið valin til þátttöku á yfir 20 alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Þá var hún tilnefnd fyrir bestu leikmynd (Linda Stefánsdóttir) á Edduverðlaunahátíðinni 2015.

Hægt er að fylgjast nánar með vegferð Ártúns um kvikmyndahátíðir heimsins á Facebook síðu myndarinnar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR