ANIREY, sérstakt málþing tileinkað nýjustu straumum og stefnum í sýndarveruleika og kvikun fer fram í Háskólanum í Reykjavík næstkomandi fimmtudag, 19. mars, með þátttöku helstu sérfræðinga á þessu sviði.
Í kjölfar málþingsins, 20. og 21. mars, taka við ókeypis vinnusmiðjur með fremstu fagmönnum heims varðandi nýja tækni kvikunar og þróun sögu og viðskiptalíkana henni tengdri.
Frummælandi málþingsins er Paul Debevec, sem meðal annars hefur þróað “motion capture” tækni sem notuð hefur verið í myndum á borð við The Matrix, Avatar, Gravity og Malificent.
Danska frumkvöðladúóið Rokoko mun sýna hvernig hægt er að vinna hreyfimyndir á margfalt hagkvæmari hátt og styttri tíma en áður var hægt að láta sig dreyma um og það í rauntíma.
Kjartan Emilsson hjá CCP talar um söguþróun í sýndarveruleika og margt fleira spennandi er á dagskrá.
Skráning á málþingið er ókeypis en nauðsynleg vegna takmarkaðs sætafjölda.
Hægt er að skrá sig hér: meetup.com/
Málþingið stendur frá 09.00 – 19.00. Að ANIREY standa m.a. Félag kvikmyndagerðarmanna, Kvikmyndamiðstöð, Háskólinn í Reykjavík, Margmiðlunarskólinn og Listaháskólinn.