spot_img

Greining | 2014 verður eitt besta ár aðsóknarlega fyrir íslenskar myndir

Hera Hilmarsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson í Vonarstræti eftir Baldvin Z, sem verður að líkindum stærsta mynd ársins.
Hera Hilmarsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson í Vonarstræti eftir Baldvin Z, sem verður að líkindum stærsta mynd ársins.

Líkt og Klapptré sagði frá í sumar stefnir allt í að þetta ár verði eitt besta ár hvað aðsókn varðar á íslenskar kvikmyndir síðan formlegar mælingar hófust 1996. Nú þegar tveir mánuðir eru eftir af árinu hafa tæplega 124.000 manns séð þær átta kvikmyndir sem boðið hefur verið uppá þetta árið og nokkrar þeirra eiga töluvert inni.

Góðar líkur eru á að heildaraðsókn fari yfir 150.000 manns þegar árið er úti, en meiri spurning hvort náist að toppa árið 2000, þegar 170.590 manns komu á sex íslenskar kvikmyndir.

Þetta er í kjölfar mikils barlóms sitt hvoru megin við síðustu áramót vegna aðsóknar á myndir 2013, sem var langt undir meðallagi síðustu ára. Sjá nánar um það hér.

Hér að neðan má sjá lista yfir aðsóknina til og með 2. nóvember (athugið að aðeins er talin aðsóknin á *Hross í oss á yfirstandandi ári – alls sáu hana 13.333 manns í fyrra).

Heildaraðsókn á íslenskar kvikmyndir 1. janúar til og með 2. nóvember 2014:

Heiti myndarDreifingFrumsýndAðsókn
VonarstrætiSena7. maí47.982
AfinnSamfilm25. september13.959
Harrý og Heimir: Morð eru til alls fyrstSena11.apríl12.233
Algjör Sveppi og Gói bjargar málunumSamfilm31. október12.225
Lífsleikni GillzSamfilm7. febrúar12.165
París norðursinsSena5. september11.468
Borgríki 2: Blóð hraustra mannaMyndform17. október9.379
Hross í oss*SenaSeptember 20132.141 (alls 15.474)
Grafir og beinSena31. október2.128
SAMTALS:123.680
Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson er kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri Klapptrés.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR