Tanja Björk Ómarsdóttir tilnefnd til Kanadísku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna

Leik­kon­an Tanja Björk Ómars­dótt­ir er til­nefnd til Kanadísku kvik­mynda- og sjón­varps­verðlaun­anna (Canadian Screen Awards) sem leikkona í aukahlutverki í kvikmyndinni Le Bruit des Moteurs, eða Vél­ar­hljóð. Myndin verður sýnd hér á landi á Frönsku kvikmyndahátíðinni.

Tanja leik­ur ís­lenska kapp­akst­urs­konu og tal­ar frönsku í mynd­inni. Kanadíska kvikmynda- og sjónvarpsakademían veitir verðlaunin og tilhögun því sambærileg Óskarsverðlaununum, BAFTA, Robert, Guldbaggen og Edduverðlaunum.

Mynd­in var að hluta til tek­in á Íslandi og er leik­stjóri henn­ar, Phil­ippe Gré­goire, einnig til­nefnd­ur fyr­ir bestu leik­stjórn en mynd­in er hans fyrsta í fulltri lengd.

Í mynd­inni seg­ir af ung­um manni, Alexandre, sem lendir í kröppum dansi þegar hann er tengdur kynlífsteikningum sem valda usla í samfélaginu. Hann er leyst­ur tíma­bundið frá störf­um og held­ur til heima­bæj­ar síns og kynn­ist þar Aðal­björgu, sem Tanja leik­ur.

Tveir aðrir Íslend­ing­ar leika í mynd­inni, þeir Arn­mund­ur Ernst Björns­son og Ingi Hrafn Hilm­ars­son.

Hér má sjá stikluna:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR