PARÍS, 13. HVERFI opnunarmynd Franskrar kvikmyndahátíðar

Franska kvikmyndahátíðin verður haldin í tuttugasta og annað skiptið í Bíó Paradís dagana 18.-27. febrúar. Opnunarmyndin er Les Olympiades (París, 13. hverfi) eftir Jacques Audiard. Dagskrá og sýningartíma má skoða hér.

Vert er að vekja athygli á sérstakri sýningu á hinni klassísku kvikmynd Jean-Pierre Melville, Army of Shadows (L’armee des ombres) frá 1969. Philippe Gerbier, byggingarverkfræðingur, er yfirmaður frönsku andspyrnunnar. Hræðslan við Gestapo er alltumlykjandi. Myndin, sem talin er eitt helsta meistaraverk Melville, er sýnd 20. febrúar kl. 17.

Þá er einnig vakin athygli á kanadísku kvikmyndinni Le Bruit des Moteurs (Vélarhljóð), sem sýnd er 27. febrúar kl. 19. Tanja Björk Ómars­dótt­ir er til­nefnd til Kanadísku kvik­mynda- og sjón­varps­verðlaun­anna (Canadian Screen Awards) sem leikkona í aukahlutverki í kvikmyndinni.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR