„Flateyjargátan“ tilnefnd til Prix Europa verðlaunanna

Þáttaröðin Flateyjargátan, sem framleidd er af Reykjavík Films og Sagafilm, er tilnefnd til evrópsku ljósvakaverðlaunanna Prix Europa fyrir besta leikna sjónvarpsefnið. Flateyjargátunni er leikstýrt af Birni B. Björnssyni eftir handriti Margrétar Örnólfsdóttur. Tuttugu þáttaraðir frá sextán Evrópulöndum eru tilnefndar að þessu sinni.

Verðlaunaafhendingin fer fram þann 11. október í Potsdam í Þýskalandi.

Þáttaröðin sem var sýnd á RÚV á síðasta ári segir frá Jóhönnu sem árið 1971 ferðast á æskuslóðir sínar í Flatey til þess að ganga frá málum eftir andlát föður síns. Hún tekur upp þráðinn við rannsókn hans á Flateyjargátunni, gátu sem tengist Flateyjarbók og hefur verið óleyst í hundruð ára. Við rannsóknir sínar flækist hún í morðmál og neyðist til þess að takast á við drauga fortíðar til þess að sanna sakleysi sitt.

Sky Vision er dreifingaraðili Flateyjargátunnar á heimsvísu en þáttaröðin hefur nú þegar verið sýnd á DR, í Danmörku og fer von bráðar í sýningu á hinum Norðurlöndunum.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR