HeimEfnisorðStöð 2

Stöð 2

[Stikla] TRUE DETECTIVE: NIGHT COUNTRY á Stöð 2 frá 15. janúar

Fjórða syrpa þáttaraðarinnar True Detective (True Detective: Night Country) gerist í Alaska og skartar Jodie Foster í aðalhlutverki. Tökur fóru að miklu leyti fram hér á landi, meðal annars á Dalvík, í Reykjavík og í Keflavík.

[Stikla] Þáttaröðin SVO LENGI SEM VIÐ LIFUM kemur 8. október

Stikla þáttaraðarinnar þáttunum Svo lengi sem við lifum er komin út. Þættirnir, sem koma allir á Stöð 2+ 8. október, eru hugarfóstur leikkonunnar Anítu Briem sem fer með aðalhlutverk í þáttunum og skrifar handritið að þeim. Katrín Björgvinsdóttir leikstýrir og Glassriver framleiðir.

Þórhallur Gunnarsson hættir hjá Sýn

Þórhallur Gunnarsson hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar. Þetta kemur fram á Vísi. Hann segir átök um eignarhald hjá félaginu hafa fengið hann til að velta stöðu sinni fyrir sér.

VRT í Belgíu og YLE í Finnlandi koma að fjármögnun SVÖRTU SANDA

Þáttaröðin Svörtu sandar í leikstjórn Baldvins Z er nú í tökum og verður sýnd á Stöð 2. Glassriver framleiðir. Auk Baldvins skrifa Ragnar Jónasson, Andri Óttarsson og Aldís Amah Hamilton handrit, en sú síðastnefnda fer einnig með aðalhlutverk.

Þáttaröðin VEGFERÐ: Uppgjör við karlmennskuna á hringferð um Vestfirði

Gamanþættirnir Vegferð hófu göngu sína á Stöð 2 um páskana. Þar leika þeir Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson vini sem neyðast til að horfast í augu við eigin tilfinningar, karlmennsku og stolt á ferðalagi um Vestfirði. Glassriver framleiðir þættina fyrir Stöð 2 og Baldvin Z leikstýrir. Menningin á RÚV fjallaði um þættina.

Þrjár íslenskar kvikmyndir í sjónvarpi yfir jólin

Um leið og Klapptré óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og þakkar samfylgdina á árinu skal bent á að þrjár íslenskar kvikmyndir eru á dagskrá sjónvarpsstöðvanna yfir jólin.

Viðhorf | Ögn um erindið við umheiminn og okkur sjálf

Hvernig þróunin í átt að auðveldara aðgengi að gífurlegu magni erlends (aðallega bandarísks) myndefnis gegnum efnisveitur brýnir okkur til að gefa hressilega í varðandi íslenskt efni, bæði fyrir umheiminn en jafnvel enn frekar fyrir okkur sjálf.

Baldvin Z gerir glæpaseríuna „Svörtu sandar“ fyrir Stöð 2

Baldvin Z leikstýrir nýrri glæpaseríu sem mun heita Svörtu sandar. Stöð 2 og framleiðslufyrirtækið Glassriver undirrituðu samning um framleiðslu hennar og gamanseríunnar Magaluf. Þetta kemur fram á Vísi og í Fréttablaðinu.

Þráinn Bertelsson varar áhorfendur við

Þráinn Bertelsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir sýningar Stöðvar 2 á Líf-myndunum þann 17. júní næstkomandi í óþökk sinni. Hann varar áhorfendur við lélegum gæðum sýningareintaka og biður þá afsökunar.

Jón Gnarr um „Borgarstjórann“: Með hnút í maganum yfir svona körlum

Jón Gnarr ræðir um þáttaröð sína Borgarstjórann við Mbl.is. Hann segir karla komast upp með ótrú­leg­ustu hluti og að sam­fé­lagið sé fullt af ósnert­an­leg­um körl­um sem geta ekki neitt.

„Borgarstjórinn“ bakvið tjöldin

Þátt um gerð sjónvarpsþáttanna Borgarstjórinn er hægt að skoða hér.  Sýningar á þáttaröðinni hefjast 16. október á Stöð 2.

[Stikla] „Borgarstjórinn“ hefst 16. október á Stöð 2

Stikla úr sjónvarpsþáttunum Borgarstjórinn hefur verið opinberuð. Sýningar á þáttunum hefjast á Stöð 2 þann 16. október næstkomandi en alls eru 10 þættir í syrpunni.

Þarf íslenskt sjónvarp pólitíska vernd?

Hallgrímur Oddsson skrifar í Kjarnann um ákall forsvarsmanna einkastöðvanna um lagabreytingar til að bregðast við erlendri samkeppni og afnám auglýsinga í RÚV. Hann veltir því meðal annars upp hvort núverandi viðskiptamódel einkastöðvanna eigi sér framtíð, jafnvel þó komið yrði til móts við óskir þeirra.

Prufuþáttur af „Heimsendi“ gerður fyrir bandaríska sjónvarpsstöð

Bandaríska áskriftastöðin TBS hefur óskað eftir svokölluðum „pilot“ eða prufuþætti af amerísku útgáfunni af Heimsendi, íslenskri sjónvarpsþáttaröð í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Þættirnir eru byggðir á handriti Jonathan Ames eftir íslensku þáttunum. Með aðalhlutverkin í „pilot“-þættinum fara leikararnir Hamish Linklater og Wanda Sykes.

Steinunn Ólína verðlaunuð fyrir hlutverk sitt í „Rétti“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir vann um nýliðna helgi til FIPA verðlaunanna sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Réttur, sem var nýlega sýnd á Stöð 2. FIPA hátíðin verðlaunar sjónvarpsþætti á hverju ári og fór fram í 29. sinn 19.-24. janúar í Biarritz í Frakklandi.

„Réttur 3“ – ný stikla hér

Þriðja umferð af þáttaröðinni Réttur fer í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Baldvin Z leikstýrir þáttunum. Ný stikla hefur verið opinberuð og má sjá hana hér.

Baldvin Z: „Réttur 3“ um persónur frekar en atburði

Um miðjan október hefjast á Stöð 2 sýningar á þáttaröðinni Réttur 3 sem Baldvin Z leikstýrir og Sagafilm framleiðir. Baldvin er í viðtali við Drama Quarterly þar sem hann fer yfir tilurð verksins og vinnuna.

Jón Gnarr: Lykillinn að farsælli framtíð okkar í sjónvarpinu

Jón Gnarr, nýráðinn dagskrárstjóri 365, leggur fram nokkurskonar "manifesto" í Fréttablaðinu í dag. Hann ræðir sýn sína á sjónvarp og segir menningarlegt mikilvægi sjónvarpsins fyrir nútímann jafnmikið og Íslendingasögur voru fyrir fornöldina.

Gamanþáttaröðin „Þær tvær“ farin í loftið á Stöð 2

Grínþættirnir Þær tvær hófu göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi. Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir skrifa handrit og fara með aðalhlutverkin. Jón Grétar Gissurarson leikstýrir.

Íslensku börnin í „Sans Soleil“ eftir Chris Marker

Þetta er hluti af kvikmyndasögunni. Á dögunum póstaði Criterion útgáfan ramma úr hinni goðsagnakenndu kvikmynd Chris Marker, Sans Soleil á Fésbókarsíðu sinni. Myndin sýndi þrjú íslensk börn á förnum vegi og þulartextinn vísaði einnig til barna á Íslandi. Ég deildi þessu og fjörlegar umræður skópust í kjölfarið. Þar á meðal kom upp spurningin um hvaða íslensku krakkar það væru sem eru svo óaðskiljanlegur hluti af einni merkustu heimildamynd allra tíma.

Björn Hlynur um „Blóðberg“: Það er aldrei rétti tíminn til þess að segja frá leyndarmálum

Blóðberg í leikstjórn Björns Hlyns Haraldssonar verður forsýnd á Stöð 2 á páskadag en kemur svo í kvikmyndahús þann 10. apríl. Björn Hlynur ræðir um myndina í viðtali við Fréttablaðið.

Greining | Áhorf á íslenskt efni í sjónvarpi 2014

Klapptré birtir nú fyrstur miðla tæmandi lista yfir áhorf á íslenskar bíómyndir, heimildamyndir , leikið sjónvarpsefni og stuttmyndir í sjónvarpi. Listinn nær yfir allt þetta efni sem birtist á íslensku sjónvarpsstöðvunum 2014.

Baldvin Z stýrir „Rétti 3“

Þriðja serían af sakamálaþáttunum Réttur hefst á Stöð 2 í haust og mun Baldvin Z leikstýra þáttunum. Handritið skrifa þeir Þorleifur Örn Arnarson og Andri Óttarsson. Sagafilm framleiðir.

Þúsundir niðurhalenda með hreinan skjöld

Hreinn Skjöldur, nýjasti þáttur grínistanna á bakvið Steindann okkar, var frumsýndur á Stöð 2 í lok nóvember. Þættirnir eru á meðal vinsælustu þátta stöðvarinnar en þúsundir hafa einnig sótt þættina á vefnum deildu.net.

Mikill samdráttur í sjónvarpsáhorfi

Miklar breytingar hafa átt sér stað í neyslu sjónvarpsefnis á undanförnum árum. Þannig hefur áhorf landsmanna á íslenskar sjónvarpsstöðvar dregist saman um 38 prósent frá árinu 2008 og um 46% þegar horft er á áhorf þeirra sem eru á aldrinum 12 til 49 ára. Þetta er hægt að sjá út úr fjölmiðlamælingum Capacent sem aðgengilegar eru á vefnum. Kjarninn fjallar um málið í fréttaskýringu.

Ís, eldur og draugar fortíðar í væntanlegri þáttaröð Baltasars

RVK Studios mun framleiða tíu þátta seríu sem kallast Katla og verður sýnd á Stöð 2. Hér er á ferðinni spennuþáttaröð með mystísku ívafi um unga björgunarsveitakonu sem tekst á við drauga fortíðar í miðjum langvarandi nátturuhamförum. Sögusviðið er jöklar, eldfjöll og hálendi Íslands.

Viðhorf | Íslensk sjónvarpsþáttagerð – Danmörk: 14 – Ísland: 2

Friðrik Erlingsson skrifar um stöðu leikins íslensks sjónvarpsefnis og spyr meðal annars: "Hvað var að ‘Hrauninu’? Og hvað var að flestum íslenskum sjónvarpsseríum sem við höfum framleitt til þessa? Svarið er skelfilega einfalt: Það skortir alla sannfæringu. Sannfæring verður til þegar maður veit hver maður er. Ef ætti að skilgreina þjóðina út frá íslenskum sjónvarpsseríum þá sést undir eins að við höfum ekki hugmynd um hver við erum, hvert við ætlum, og ennþá síður – og það er eiginlega sorglegast – hvaðan við komum."

„Ástríður“ tilnefnd til Prix Europa verðlaunanna

Sjónvarpsserían Ástríður 2 er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna, Prix Europa sem er stærsta hátíð sinnar tegundar í Evrópu. Þáttaröðin er framleidd af Sagafilm fyrir Stöð 2.

„Heimsendir“ endurgerð í Bandaríkjunum

Bandaríska sjónvarpsstöðin Showtime ætlar að endurgera sjónvarpsþáttaröð Ragnars Bragasonar, Heimsendi, sem sýndur var á Stöð 2 fyrir þremur árum. Jonathan Ames, höfundur sjónvarpsþáttanna Bored to Death, hefur verið fenginn til að skrifa handrit að bandarísku útgáfunni. RÚV segir frá og vísar í frétt Hollywood Reporter í gærkvöldi.

Samkeppnin á íslenskum fjölmiðlamarkaði er alþjóðleg, segir Ari Edwald

DV heldur því fram að áskrifendur Stöðvar 2 séu á bilinu 23-27 þúsund og áskrifendur Skjásins í kringum 23 þúsund. Þá segir miðillinn að um 17% þjóðarinnar séu áskrifendur að Netflix, sem gerir yfir 54 þúsund manns. Rætt er við Ara Edwald, forstjóra 365.

Ilmur um Ástríði: „Það sem er gert af hlýhug og velvilja vekur yfirleitt hlýhug og velvilja“

Ilmur Kristjánsdóttir sem tilnefnd er til Edduverðlauna fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Ástríði, sem sýndir voru á Stöð 2 í haust, spjallar við Viðskiptablaðið um rulluna og annað sem er á döfinni.

„Ísland got talent“ slær í gegn

Ísland got talent nýtur mikillar hylli en samkvæmt rafrænum áhorfsmælingum horfðu rúm 71% áskrifenda Stöðvar 2 á aldrinum 12-54 ára á fyrsta þáttinn sem sendur var út 26. janúar s.l.

Eddan í fimmtánda sinn 22. febrúar, innsendingarfrestur rennur út 6. janúar

Eddan verður afhent í Hörpunni laugardaginn 22. febrúar í beinni og opinni dagskrá Stöðvar 2. Frestur til að senda inn verk rennur út á miðnætti mánudaginn 6. janúar. Tilnefningar kynntar 30. janúar.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR